Fótbolti

Klopp: Það sem okkur hefur vantað allt tímabilið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með frammistöðu liðsins í 2-0 sigri gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta var gott. Þetta var erfiður leikur og við vissum það fyrirfram. Við þurftum að leggja mikið á okkur. Við gerðum það og skoruðum mjög flott mark. Þeir fengu sín tækifæri í skyndisóknum en Alisson gerði vel og hélt okkur í forystu,“ sagði Klopp.

Liverpool hefur ekki átt gott tímabil eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Klopp taldi sig sjá batamerki í leiknum í kvöld.

„Í seinni hálfleiknum þurftum við áfram að hafa mikið fyrir hlutunum. Þeir gefast ekki upp en við lokuðum leiknum. Það er það sem okkur hefur vantað allt tímabilið,“

Sadio Mane og Thiago Alcantara hafa verið gagnrýndir harkalega fyrir sína frammistöðu á tímabilinu en þeir sáu um Southampton í kvöld.

„Það var mjög mikilvægt fyrir Mane og Thiago. Þeir þurftu á þessu að halda,“ sagði Klopp.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.