Erlent

WHO sam­þykkir bólu­efni Sin­op­harm

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kínverska Covid-bóluefnið frá Sinopharm hefur fengið neyðarleyfi hjá WHO.
Kínverska Covid-bóluefnið frá Sinopharm hefur fengið neyðarleyfi hjá WHO. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur veitt Covid-bóluefni kínverska lyfjaframleiðandans Sinopharm neyðarleyfi. Það er fyrsta bóluefnið sem ekki er framleitt á vesturlöndum sem fær samþykki stofnunarinnar.

Bóluefnið hefur þegar verið gefið milljónum í Kína og öðrum ríkjum. 

Þau bóluefni sem fengið hafa samþykki WHO eru bóluefni Pfizer, AstraZeneca, Moderna og Janssen.

Bóluefnið hefur hins vegar fengið neyðarleyfi í einstaka ríkjum, sérstaklega fátækari ríkjum í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu. Virkni ýmissa kínverskra bóluefna gegn Covid-19 hefur verið óþekkt hingað til en gögn um niðurstöður rannsókna á efnunum hafa ekki verið gerð opinber alþjóðlega.

Bóluefnið hefur þegar verið gefið milljónum í Kína og í öðrum ríkjum.EPA/REHAN KHAN

WHO greindi hins vegar frá því í dag að bóluefni Sinopharm gæti hjálpað gríðarlega í baráttunni við að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn og fólk í áhættuhópi. Það ætti sérstaklega við ríki sem hafa takmarkaðan aðgang að bóluefnum, en WHO telur miklar líkur á að bóluefni Sinopharm gæti verið framleitt og afhent á miklum hraða.

Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum og er það ætlað fólki yfir átján ára aldri.

Viðbúið er að WHO muni kynna niðurstöðu á mati kínverska bóluefnisins frá Sinovac og rússneska bóluefnið Sputnik V er sömuleiðis verið að meta hjá stofnuninni.


Tengdar fréttir

Fleiri vilja afnema einkaleyfi

Hreyfing er komin í viðræður um að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna við kórónuveirunni eftir að Bandaríkjamenn lýstu yfir stuðningi við tillöguna í gærkvöldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×