Fleiri vilja afnema einkaleyfi Þórgnýr Einar Albertsson og Samúel Karl Ólason skrifa 6. maí 2021 18:13 Hreyfing er komin í viðræður um að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna við kórónuveirunni eftir að Bandaríkjamenn lýstu yfir stuðningi við tillöguna í gærkvöldi. Indverjar og Suður-Afríkubúar hafa talað fyrir tillögunni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) undanfarna sex mánuði. Hundrað af 164 aðildarríkjum hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lagðist gegn afnámi einkaleyfa af nokkurri hörku en nú hefur Joe Biden tekið við embættinu og Bandaríkjamenn skipt um skoðun. Með afnámi einkaleyfa er vonast til þess að hægt sé að stórauka framleiðslu á bóluefnum gegn veirunni. Þannig geti fleiri fyrirtæki framleitt skammta og selt þá á lægra verði til fátækari ríkja. Aðrir leiðtogar stórvelda heimsins virðast taka vel í hugmyndina. „Við erum tilbúin til að ræða þessa tillögu sem Bandaríkin hafa samþykkt um að afnema einkaleyfi á framleiðslu Covid-bóluefna,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, tók í sama streng á daglegum fréttamannafundi. „Kína leggur áherslu á að bóluefni standi öllum til boða. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að öll ríki taki virkan þátt í uppbyggilegum umræðum innan WTO svo farsæl niðurstaða fáist í málið.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fagnaði ákvörðun Bidens mjög í gær og sagði hana mikilvægan áfanga í baráttunni gegn Covid-19. This is a monumental moment in the fight against #COVID19. The commitment by @POTUS Joe Biden & @USTradeRep @AmbassadorTai to support the waiver of IP protections on vaccines is a powerful example of leadership to address global health challenges. pic.twitter.com/3iBt3jfdEr— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 5, 2021 Lyfjaframleiðendur eru ekki jafnhrifnir af tillögunni. AP-fréttaveitan hafði eftir Richard Torbett, framkvæmdastjóra samtaka breskra lyfjaframleiðenda, að tillagan gæti haft öfug áhrif. „Þótt þetta sé vel meint gæti tillagan leitt til hægari framleiðslu og minnkandi trausts fjárfesta. Við þurfum á fjárfestingum að halda til að þróa áfram bóluefni, meðal annars við nýjum afbrigðum veirunnar.“ Þjóðverjar andvígir Þá hafa ráðamenn í Þýskalandi lýst sig andvíga þessum áætlunum og segja að einkaleyfin hafi ekki komið niður á framleiðslu bóluefna. Þá séu einkaleyfi og það að verja hugvit aðila lykillinn að nýsköpun og þurfi að vera það áfram. Þýskaland er stærsta hagkerfi ESB og þar er mjög stór lyfjaframleiðslugeiri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Indverjar og Suður-Afríkubúar hafa talað fyrir tillögunni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) undanfarna sex mánuði. Hundrað af 164 aðildarríkjum hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lagðist gegn afnámi einkaleyfa af nokkurri hörku en nú hefur Joe Biden tekið við embættinu og Bandaríkjamenn skipt um skoðun. Með afnámi einkaleyfa er vonast til þess að hægt sé að stórauka framleiðslu á bóluefnum gegn veirunni. Þannig geti fleiri fyrirtæki framleitt skammta og selt þá á lægra verði til fátækari ríkja. Aðrir leiðtogar stórvelda heimsins virðast taka vel í hugmyndina. „Við erum tilbúin til að ræða þessa tillögu sem Bandaríkin hafa samþykkt um að afnema einkaleyfi á framleiðslu Covid-bóluefna,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, tók í sama streng á daglegum fréttamannafundi. „Kína leggur áherslu á að bóluefni standi öllum til boða. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að öll ríki taki virkan þátt í uppbyggilegum umræðum innan WTO svo farsæl niðurstaða fáist í málið.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fagnaði ákvörðun Bidens mjög í gær og sagði hana mikilvægan áfanga í baráttunni gegn Covid-19. This is a monumental moment in the fight against #COVID19. The commitment by @POTUS Joe Biden & @USTradeRep @AmbassadorTai to support the waiver of IP protections on vaccines is a powerful example of leadership to address global health challenges. pic.twitter.com/3iBt3jfdEr— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 5, 2021 Lyfjaframleiðendur eru ekki jafnhrifnir af tillögunni. AP-fréttaveitan hafði eftir Richard Torbett, framkvæmdastjóra samtaka breskra lyfjaframleiðenda, að tillagan gæti haft öfug áhrif. „Þótt þetta sé vel meint gæti tillagan leitt til hægari framleiðslu og minnkandi trausts fjárfesta. Við þurfum á fjárfestingum að halda til að þróa áfram bóluefni, meðal annars við nýjum afbrigðum veirunnar.“ Þjóðverjar andvígir Þá hafa ráðamenn í Þýskalandi lýst sig andvíga þessum áætlunum og segja að einkaleyfin hafi ekki komið niður á framleiðslu bóluefna. Þá séu einkaleyfi og það að verja hugvit aðila lykillinn að nýsköpun og þurfi að vera það áfram. Þýskaland er stærsta hagkerfi ESB og þar er mjög stór lyfjaframleiðslugeiri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent