Ungt lið og mikilvægt að þeim líði ekki eins og þetta sé allt þeim að kenna Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2021 13:30 Margrét Lára Viðarsdóttir og Árni Freyr Guðnason fóru um víðan völl í Pepsi Max mörkunum í gærkvöld. stöð 2 sport Margrét Lára Viðarsdóttir og Árni Freyr Guðnason voru sammála um það að Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, hefði átt að axla ábyrgð á 9-0 tapinu gegn Breiðabliki í stað þess að bauna á leikmenn sína. Fylki er spáð 3. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í sumar en liðið beið afhroð í fyrsta leik, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Kópavoginum. Eftir leik sagði Kjartan í sjónvarpsviðtali meðal annars að leikmenn hefðu ekki farið eftir fyrirmælum hans af hliðarlínunni. „Þegar þú tapar 9-0 þá er augljóst að það er eitthvað að, en að skella því á leikmenn fyrir að hafa ekki fylgt plani finnst mér svolítið ódýrt,“ sagði Árni Freyr í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max mörkin - Gagnrýni á þjálfara Fylkis „Ég hefði viljað sjá Kjartan sem þjálfara taka ábyrgðina á þessu sjálfur. Hann velur liðið, hann ákveður hvernig það spilar. Þær pressa hátt lungann úr leiknum, það er langt á milli línanna. Hann segir að leikmenn hafi ekki farið eftir fyrirmælum af hliðarlínunni. Það er skrýtið. Ég held að hann eigi svolítið verk fyrir höndum,“ sagði Árni Freyr. Kjartan með breitt bak og ætti að taka þetta á sínar herðar Margrét Lára tók í svipaðan streng: „Þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur á móti, og auðvitað hefðu allir viljað betri úrslit og betri frammistöðu. En það þarf núna að þétta raðirnar og berja sjálfstraust í liðið. Ég hefði viljað sjá Kjartan taka þetta á sínar herðar, hann er með breitt bak, og gera leikmenn svolítið stikkfrí í gegnum þetta. Fara svo yfir málin inni í klefa. En menn verða bara að beita þeim aðferðum sem þeir gera. Nú er bara að halda áfram og þetta er alla vega lexía fyrir þær. Það er búið að setja pressu á þær með að þær verði í þessari toppbaráttu og við viljum ekki að þær guggni undan henni.“ Næsti leikur Fylkis er gegn Tindastóli í Árbænum á þriðjudagskvöld. „Þær eru með ungt lið og mæta Tindastólsliði sem var óheppið að fá ekki þrjú stig. Tindastólskonur mæta því kannski með meira sjálfstraust en Fylkisliðið í næstu umferð. Þegar þú ert með ungt lið inni á vellinum, engan útlending, þá skiptir svo miklu máli fyrir þær að þær upplifi ekki að þetta sé allt þeim að kenna,“ sagði Árni Freyr og bætti við: „Ef að þjálfarinn hefði tekið þetta á sig og sagst hafa valið vitlaust lið eða vitlaust kerfi, gætu þær mætt á næstu æfingu og haldið alla vega meira að þetta sé þjálfaranum að kenna en þeim sjálfum. Þegar öllu er á botninn hvolft ert þú inni á vellinum og þarft að leysa stöðurnar, en ég hefði viljað sjá þá [þjálfarana] aðstoða liðið sitt betur.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 4. maí 2021 21:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Fylki er spáð 3. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í sumar en liðið beið afhroð í fyrsta leik, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Kópavoginum. Eftir leik sagði Kjartan í sjónvarpsviðtali meðal annars að leikmenn hefðu ekki farið eftir fyrirmælum hans af hliðarlínunni. „Þegar þú tapar 9-0 þá er augljóst að það er eitthvað að, en að skella því á leikmenn fyrir að hafa ekki fylgt plani finnst mér svolítið ódýrt,“ sagði Árni Freyr í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max mörkin - Gagnrýni á þjálfara Fylkis „Ég hefði viljað sjá Kjartan sem þjálfara taka ábyrgðina á þessu sjálfur. Hann velur liðið, hann ákveður hvernig það spilar. Þær pressa hátt lungann úr leiknum, það er langt á milli línanna. Hann segir að leikmenn hafi ekki farið eftir fyrirmælum af hliðarlínunni. Það er skrýtið. Ég held að hann eigi svolítið verk fyrir höndum,“ sagði Árni Freyr. Kjartan með breitt bak og ætti að taka þetta á sínar herðar Margrét Lára tók í svipaðan streng: „Þetta er bara einn leikur, fyrsti leikur á móti, og auðvitað hefðu allir viljað betri úrslit og betri frammistöðu. En það þarf núna að þétta raðirnar og berja sjálfstraust í liðið. Ég hefði viljað sjá Kjartan taka þetta á sínar herðar, hann er með breitt bak, og gera leikmenn svolítið stikkfrí í gegnum þetta. Fara svo yfir málin inni í klefa. En menn verða bara að beita þeim aðferðum sem þeir gera. Nú er bara að halda áfram og þetta er alla vega lexía fyrir þær. Það er búið að setja pressu á þær með að þær verði í þessari toppbaráttu og við viljum ekki að þær guggni undan henni.“ Næsti leikur Fylkis er gegn Tindastóli í Árbænum á þriðjudagskvöld. „Þær eru með ungt lið og mæta Tindastólsliði sem var óheppið að fá ekki þrjú stig. Tindastólskonur mæta því kannski með meira sjálfstraust en Fylkisliðið í næstu umferð. Þegar þú ert með ungt lið inni á vellinum, engan útlending, þá skiptir svo miklu máli fyrir þær að þær upplifi ekki að þetta sé allt þeim að kenna,“ sagði Árni Freyr og bætti við: „Ef að þjálfarinn hefði tekið þetta á sig og sagst hafa valið vitlaust lið eða vitlaust kerfi, gætu þær mætt á næstu æfingu og haldið alla vega meira að þetta sé þjálfaranum að kenna en þeim sjálfum. Þegar öllu er á botninn hvolft ert þú inni á vellinum og þarft að leysa stöðurnar, en ég hefði viljað sjá þá [þjálfarana] aðstoða liðið sitt betur.“
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 4. maí 2021 21:45 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
„Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 4. maí 2021 21:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti