Erlent

Nýtt þorskastríð í uppsiglingu?

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Að þessu sinni beinast spjótin gegn Frökkum.
Að þessu sinni beinast spjótin gegn Frökkum.

Bretar virðast vera á leið í nýtt þorskastríð. Að þessu sinni er mótherjinn þó ekki Íslendingar heldur Frakkar.

Boris Johnson forsætisráðherra Breta sendi í gær tvö bresk herskip til eyjunnar Jersey á Ermarsundi til að verja fiskibáta en þar á bæ óttast menn að franskir fiskveiðimenn ætli sér að loka aðkomu að höfn eyjarinnar. 

Ráðherra sjávarútvegsmála í Frakklandi hefur einnig hótað því að lokað verði fyrir rafmagnið á Jersey, fái Frakkar ekki sínu fram, en þeir hafa krafist þess að fá áfram að veiða í lögsögu Jersey, sem er undir breskum yfirráðum. 

Samkomulag hefur hingað til verið um slíkar veiðar en þegar Bretar hurfu úr Evrópusambandinu breyttist allt og nú hafa Bretar gefið út nýjar reglur sem Frakkar eru afar ósáttir við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×