Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2021 11:24 Adolf Ingi Erlingsson getur vart lýst því hversu mikill léttir það er að geta nú horft fram á ferðaþjónustuna vakna til lífsins. Hann fór með belgísk hjón til að skoða gosið í gær en þau hafa ferðast um heim allan til að skoða gos. Adolf Ingi Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. Vísir ræddi við Adolf Inga sem segir þetta æðislegt, hann fór í sína fyrstu ferð síðan í ágúst í fyrra. Ferðaþjónustan er að ræsa sínar vélar. „Já, allaveganna er búið að endurráða mig hjá Artic Adventures, frá því um mánaðamót. Ég fór fyrstu ferð í gær með tvo ferðamenn til að skoða gosið.“ Ferðaþjónustan býst einkum við Bandaríkjamönnum Adolf segir að um hafi verið að ræða belgísk hjón sem ferðuðust hringinn um landið í ágúst í fyrra en komu nú hingað sérstaklega til að sjá eldgosið. „Þau hafa ferðast um heim allan til að skoða eldgos. Það vildi svo skemmtilega til í gær, en þá voru örfáar hræður á ferðinni, að ein ung stúlka sem við mættum í bröttustu brekkunni, hún var líka frá Belgíu. Eini túristinn sem ég talaði við fyrir utan þessi hjón mín. Kom skemmtilega á óvart, hélt að þetta væru aðallega Bandaríkjamenn.“ Adolf Ingi fer sína fyrstu hringferð um landið um miðjan mánuðinn. Bókanir eru að detta inn og fólk að koma. Að sögn Adolfs Inga á eldgosið eftir að reynast gríðarlegt adráttarafl og hann liggur nú á bæn og vonar að það slökkni ekki á því í bráð.Vísir/Vilhelm „Einhvers staðar verður að byrja. Byrjum smátt en þetta er að fara í gang. Ég er himinlifandi með að vera kominn aftur til starfa, við það sem ég hef unnið við síðustu árin og ætla mér að vinna með.“ Að sögn Adolfs Inga er framan af sumri einkum búist við að Bandaríkjamenn sæki landið heim. Þar virðist ferðaviljinn vera mikill meðal þeirra sem búnir eru að fá bólusetningu. „Það er sá hópur sem helst er litið til fram eftir sumri. Svo vonast menn til að Bretar, en þar ganga bólusetningar gengið vel en stjórnvöld lagst gegn því að fólk ferðist. En vonandi að það breytist.“ Gosið á eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl Fleiri ferðaþjónustuaðilar en Artic Adventures voru með ferðir að gosinu í gær. Adolf Ingi segir það klárt mál að ferðaþjónustan sé í viðbragðsstöðu, allt að fara í gang. „Fyrirtækið hjá okkur byrjar hægt en það er búið að endurráða einhverja starfsmenn. Þetta er að fara í gang þannig að þetta er allt önnur líðan og stemmning. Nú ríkir bjartsýni, að þetta fari verulega í gang á næstu mánuðum.“ Spurður hvort gosið á Reykjanesi muni reynast segull á ferðamenn er helst á Adolfi Inga að skilja að þar sé kjánalega spurt. „Jú, og maður liggur á bæn og vonar að þetta haldist. Ekkert sem við getum boðið uppá sem jafnast á við þetta gos. Meðan þetta er svona aðgengilegt, með fullri virðingu fyrir öllu öðru sem við höfum upp á að bjóða; lifandi gos toppar allt aðdráttarafl. Jú, drottinn minn, það á eftir að verða ofboðslegt aðdráttarafl.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vísir ræddi við Adolf Inga sem segir þetta æðislegt, hann fór í sína fyrstu ferð síðan í ágúst í fyrra. Ferðaþjónustan er að ræsa sínar vélar. „Já, allaveganna er búið að endurráða mig hjá Artic Adventures, frá því um mánaðamót. Ég fór fyrstu ferð í gær með tvo ferðamenn til að skoða gosið.“ Ferðaþjónustan býst einkum við Bandaríkjamönnum Adolf segir að um hafi verið að ræða belgísk hjón sem ferðuðust hringinn um landið í ágúst í fyrra en komu nú hingað sérstaklega til að sjá eldgosið. „Þau hafa ferðast um heim allan til að skoða eldgos. Það vildi svo skemmtilega til í gær, en þá voru örfáar hræður á ferðinni, að ein ung stúlka sem við mættum í bröttustu brekkunni, hún var líka frá Belgíu. Eini túristinn sem ég talaði við fyrir utan þessi hjón mín. Kom skemmtilega á óvart, hélt að þetta væru aðallega Bandaríkjamenn.“ Adolf Ingi fer sína fyrstu hringferð um landið um miðjan mánuðinn. Bókanir eru að detta inn og fólk að koma. Að sögn Adolfs Inga á eldgosið eftir að reynast gríðarlegt adráttarafl og hann liggur nú á bæn og vonar að það slökkni ekki á því í bráð.Vísir/Vilhelm „Einhvers staðar verður að byrja. Byrjum smátt en þetta er að fara í gang. Ég er himinlifandi með að vera kominn aftur til starfa, við það sem ég hef unnið við síðustu árin og ætla mér að vinna með.“ Að sögn Adolfs Inga er framan af sumri einkum búist við að Bandaríkjamenn sæki landið heim. Þar virðist ferðaviljinn vera mikill meðal þeirra sem búnir eru að fá bólusetningu. „Það er sá hópur sem helst er litið til fram eftir sumri. Svo vonast menn til að Bretar, en þar ganga bólusetningar gengið vel en stjórnvöld lagst gegn því að fólk ferðist. En vonandi að það breytist.“ Gosið á eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl Fleiri ferðaþjónustuaðilar en Artic Adventures voru með ferðir að gosinu í gær. Adolf Ingi segir það klárt mál að ferðaþjónustan sé í viðbragðsstöðu, allt að fara í gang. „Fyrirtækið hjá okkur byrjar hægt en það er búið að endurráða einhverja starfsmenn. Þetta er að fara í gang þannig að þetta er allt önnur líðan og stemmning. Nú ríkir bjartsýni, að þetta fari verulega í gang á næstu mánuðum.“ Spurður hvort gosið á Reykjanesi muni reynast segull á ferðamenn er helst á Adolfi Inga að skilja að þar sé kjánalega spurt. „Jú, og maður liggur á bæn og vonar að þetta haldist. Ekkert sem við getum boðið uppá sem jafnast á við þetta gos. Meðan þetta er svona aðgengilegt, með fullri virðingu fyrir öllu öðru sem við höfum upp á að bjóða; lifandi gos toppar allt aðdráttarafl. Jú, drottinn minn, það á eftir að verða ofboðslegt aðdráttarafl.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira