Íslenski boltinn

Á 181 leik að baki í ensku úr­vals­deildinni og 25 A-lands­leiki en spilar með Þrótti Vogum í sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marc Wilson og Hermann Hreiðarsson í baráttunni við Steven Fletcher á sínum tíma. Þeir verða saman í þjálfarateymi Þróttar Vogum í sumar.
Marc Wilson og Hermann Hreiðarsson í baráttunni við Steven Fletcher á sínum tíma. Þeir verða saman í þjálfarateymi Þróttar Vogum í sumar. Anthony Devlin/Getty Images

Marc Wilson mun spila með Þrótt Vogum í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar ásamt því að vera í þjálfarateymi liðsins. Þróttur gaf út tilkynningu þess efnis í gærkvöld.

Áhugafólk um enska knattspyrnu kannast ef til vill vel við kauða en hinn 33 ára gamli Wilson lék lengi vel í ensku úrvalsdeildinni. Á ferli sínum í Englandi lék hann með Stoke City, Bournemouth, West Bromwich Albion, Yeovil, Luton Town, Sunderland og Bolton Wanderers.

Þá lék hann 25 landsleiki fyrir Írland á árunum 2011 til 2016.

Wilson hefur ekkert leikið síðan hann lék með Bolton tímabilið 2018-2019. Hann mun nú taka slaginn með Þrótti sem ætlar sér upp um deild. Hann kemur til liðsins fyrir tilstuðlan Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara liðsins, en þeir léku báðir á sínum tíma hjá Portsmouth.

Þróttur Vogum mætir Njarðvík á útivelli í fyrstu umferð 2. deildar karla á föstudaginn, 7. maí.

Marc Wil­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður Írlands og leikmaður í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu um ára­bil, er kom­inn til Voga, hann spilar í sum­ar og verður í þjálf­arat­eym­inu.

Posted by Þróttur Vogum on Tuesday, May 4, 2021

Í gær var tilkynnt að Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Newcastle United og Liverpool, væri að ganga í raðir Fram sem spilar í Lengjudeildinni. Stóra spurningin er því, hver kemur næst?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×