Erlent

Hróarskeldu og fleiri dönskum tónlistarhátíðum aflýst

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Hróarskelduhátíðinni árið 2019.
Frá Hróarskelduhátíðinni árið 2019. Getty

Ekkert verður af Hróarskeldu-hátíðinni í Danmörku í sumar. Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa ákveðið að aflýsa hátíðinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Engin hátíð var heldur síðasta sumar.

„Við erum niðurbrotin að fá ekki möguleika að safnast saman á hátíðinni okkar að stuðla að ný að þeirri sameiningu sem kórónuveira hefur eyðilagt fyrir svo marga,“ segir á heimasíðu hátíðarinnar.

Bent er á að ákvörðun um að slaufa hátíðinni sé ekki léttvæg, en að það hefði verið óverjandi að safna 130 þúsund manns saman í þessu árferði líkt og fyrirhugað var. Stefnt sé að því að halda hátíðina á ný sumarið 2022.

Allir þeir sem hafa keypt sér miða gefa fengið endurgreitt eða látið inneign fara upp í miða á hátíðina 2022.

Eftir að tilkynnt var að Hróarskelduhátíðinni hafi verið aflýst var tilkynnt að ekkert verði heldur af hátíðunum Copenhell, Smukfest, Northside, Tinderbox, Thy Rock, Vig Festival og Jelling Festival.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×