Enski boltinn

Staðan versnar hjá Stóra Sam

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stóri Sam og Litli Sam í eldlínunni í dag.
Stóri Sam og Litli Sam í eldlínunni í dag. Jason Cairnduff - Pool/Getty Images

Það eru ansi litlar líkur á því að WBA spili í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en WBA gerði 1-1 jafntefli við Wolves í fyrri leik dagsins.

Fyrsta mark leiksins skoraði Fabio Silva í uppbótartíma fyrri hálfleiks er hann kom Wolves yfir.

Það var svo hinn ólseigi Mbaye Diagne sem jafnaði metin fyrir WBA á 62. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.

Lokatölur 1-1 og WBA því í nítjánda sætinu, tíu stigum frá Newcastle í sautjánda sætinu, er tólf stig eru í pottinum.

Wolves er í tólfta sæti með 42 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.