Erlent

Októ­ber­há­tíðinni í München aftur slaufað

Atli Ísleifsson skrifar
Til stóð að Októberhátíðin færi fram í ár dagana 18. september til 3. október næstkomandi.
Til stóð að Októberhátíðin færi fram í ár dagana 18. september til 3. október næstkomandi. Getty

Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi hafa ákveðið að aflýsa Oktoberfest í München, Októberhátíðinni, vegna faraldurs kórónuveirunnar, annað árið í röð.

DW segir frá því að ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin á fundi þeirra Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands, og Dieter Reiter, borgarstjóra München, í dag.

„Fyrir mig persónulega, þá er þetta ekki auðveld ákvörðun heldur,“ sagði Reiter við þýska fjölmiðla í dag. Hann sagði ákvörðunina hafa mikil áhrif á alla, sér í lagi starfsfólk hátíðarinnar.

Síðustu ár hafa um sex milljónir manna að jafnaði frá öllum heimshornum sótt hátíðina heim, en hátíðin hefur verið haldin síðustu tvö hundruð ár eða svo. Kemur þar fólk saman, skemmtir sér og innbyrðir flest gríðarlegt magn bjórs og matar.

Söder sagði ákvörðunina tekna þar sem áhættan væri enn of mikil vegna óvissu um hvenær faraldrinum verði lokið. Sömuleiðis væri engin leið að tryggja fjarlægðarmörk og grímuskyldu í hinum hefðbundnu bjórstöðum.

Til stóð að Októberhátíðin færi fram í ár dagana 18. september til 3. október næstkomandi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×