Erlent

Ekkert Oktober­fest í München í ár

Atli Ísleifsson skrifar
Frá hátíðarsvæðinu Theresienwiese í München.
Frá hátíðarsvæðinu Theresienwiese í München. Getty

Stjórnvöld í Bæjaralandi hafa tilkynnt að ekkert verði úr Oktoberfest í ár vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Yfirvöld í Þýskalandi höfðu þegar tilkynnt að allar stærri samkomur yrðu bannaðar í landinu til loka ágústmánaðar. 

Þrátt fyrir Októberfest hafi verið fyrirhuguð eftir að því banni lyki tilkynnti Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands, í gær að hátíðin í ár yrði blásin af.

Sagði hann í samtali við fréttamenn í gær að borgarstjóri München hafi verið honum sammála um að farsælast væri að aflýsa hátíðahöldunum í ár.

Hátíðin átti að hefjast þann 19. september og standa til 4. október. 

Áætlað er að um sex milljónir manna komi alla jafnan saman á Októberfest til að gera sér glaðan dag, en bjór er þar í hávegum hafður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.