Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 11:14 Heilbrigðisstofnanir á Indlandi eru komnar að þolmörkum. Getty/Sonu Mehta Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti á Indlandi undanfarnar vikur og mánuði og er staðan á sjúkrahúsum landsins þung. Heilbrigðisstarfsmenn reyna eftir bestu getu að sinna sjúklingum á sama tíma og þeir horfa fram á mikinn skort á súrefni og sjúkrarúmum. Líkhús og líkbrennslur eru nú yfirfullar en fyrr í vikunni óskaði lögreglan í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, eftir því að borgaryfirvöld myndu útvega fleiri lóðir og aðstöðu fyrir líkbrennslur þar sem ekki væri útlit fyrir að núverandi fjöldi gæti staðið undir álaginu. Á sjúkrahúsum hafa ættingjar grátbeðið um aðstoð fyrir ástvini sína, en í gær létust tólf á Batra-sjúkrahúsinu eftir að súrefnið kláraðist í annað skiptið í vikunni. Talið er að mikill fjöldi fólks hafi látist eingöngu vegna þess að ekki er nægilegt súrefni á sjúkrahúsum. Yfirvöld hafa hrundið af stað bólusetningarátaki og býðst nú öllum fullorðnum bólusetning. Nokkur svæði hafa þó lýst yfir áhyggjum af því að ekki sé nóg af bóluefni fyrir alla og hefur verið ákveðið að fresta útflutningi á bóluefni AstraZeneca, sem framleitt er í landinu, til þess að mæta innlendri eftirspurn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45 Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Faraldurinn hefur verið í miklum vexti á Indlandi undanfarnar vikur og mánuði og er staðan á sjúkrahúsum landsins þung. Heilbrigðisstarfsmenn reyna eftir bestu getu að sinna sjúklingum á sama tíma og þeir horfa fram á mikinn skort á súrefni og sjúkrarúmum. Líkhús og líkbrennslur eru nú yfirfullar en fyrr í vikunni óskaði lögreglan í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, eftir því að borgaryfirvöld myndu útvega fleiri lóðir og aðstöðu fyrir líkbrennslur þar sem ekki væri útlit fyrir að núverandi fjöldi gæti staðið undir álaginu. Á sjúkrahúsum hafa ættingjar grátbeðið um aðstoð fyrir ástvini sína, en í gær létust tólf á Batra-sjúkrahúsinu eftir að súrefnið kláraðist í annað skiptið í vikunni. Talið er að mikill fjöldi fólks hafi látist eingöngu vegna þess að ekki er nægilegt súrefni á sjúkrahúsum. Yfirvöld hafa hrundið af stað bólusetningarátaki og býðst nú öllum fullorðnum bólusetning. Nokkur svæði hafa þó lýst yfir áhyggjum af því að ekki sé nóg af bóluefni fyrir alla og hefur verið ákveðið að fresta útflutningi á bóluefni AstraZeneca, sem framleitt er í landinu, til þess að mæta innlendri eftirspurn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45 Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Mest lesið Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32
Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45
Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50