Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr sigri Vals á ÍA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur vann 2-0 sigur á ÍA í gærkvöld.
Valur vann 2-0 sigur á ÍA í gærkvöld. Vísir/Hulda Margrét

Valur vann fyrsta leik Pepsi Max-deildarinnar er liðið tók á móti ÍA í gærkvöld. Lokatölur 2-0 í leik þar sem Íslandsmeistararnir voru mun sterkari frá upphafi til enda.

Eftir markalausan fyrri hálfleik þá skoruðu Íslandsmeistarar Vals eftir rétt tæplega tíu mínútur í síðari hálfleik. Birkir Már Sævarsson vann Kaj Leó í Bartalsstovu sem renndi boltanum inn fyrir á Patrick Pedersen.

Danski markahrókurinn kláraði færið af stakri snilld þó þröngt væri. Staðan orðin 1-0 og ljóst hvert stigin væru að fara.

Klippa: Fyrra mark Vals

Annað mark Vals kom á 72. mínútu. Aftur spilaði Kaj Leó stóran þátt en hann lyfti boltanum inn á teig þar sem Pedersen lagði hann snyrtilega fyrir fætur Kristinn Frey Sigurðsson sem tók eina snertingu og skoraði svo með hnitmiðuðu vinstri fótar skoti.

Klippa: Seinna mark Vals

Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Á milli marka fékk Ísak Snær Þorvaldsson tvö gul spjöld og þar með rautt. Eitthvað sem miðjumaðurinn var alls ekki sáttur með.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×