Á sunnudag mætast Manchester United og Liverpool í einum stærsta leik enskar knattspyrnu. Venjulega myndi það þýða að samfélagsmiðlar beggja félaga yrðu stútfullir af allskyns efni.
Ekki þessa helgi.
Even as we fall silent this weekend, our message remains as loud and defiant as ever.
— Manchester United (@ManUtd) April 30, 2021
If you see any form of online abuse: .#SeeRed #allredallequal
Öll félög ensku úrvalsdeildarinnar ásamt fjölda leikmanna verða fjarri góðu gamni á samfélagsmiðlum um helgina.
Ástæðan er sú að bæði félög og leikmenn hafa fengið nóg af þeirri hatursorðræðu sem og kynþáttaníði sem viðgengst á samfélagsmiðlum í dag.
Fjöldinn allur af leikmönnum hefur orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði undanfarið og rannsóknir sýna að það hefur aukist gríðarlega undanfarin misseri. Til að mynda segir Manchester United að áreiti, hatursorðræða og kynþáttaníð hafi aukist um 350 prósent síðan í september 2019.
Football clubs and players have started a four-day boycott of social media, demanding that social platforms do more to deal with toxic online abuse. pic.twitter.com/QLe5go0EiV
— B/R Football (@brfootball) April 30, 2021
Vilja félögin – og leikmenn þeirra – vekja athygli á þeirri orðræðu sem fær að grassera á samfélagsmiðlum en kallað hefur verið eftir því að stjórnendur samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og Instagram setji upp regluverk sem gerir það að verkum að fólk geti ekki tjáð sig undir fölsku nafni.