Íslenski boltinn

Elfsborg krækir í Hákon Rafn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hákon Rafn Valdimarsson þreytti fraumraun sína í efstu deild á síðasta tímabili.
Hákon Rafn Valdimarsson þreytti fraumraun sína í efstu deild á síðasta tímabili. vísir/vilhelm

Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson gengur í raðir Elfsborg í Svíþjóð frá Gróttu í sumar.

Hákon hefur lengi verið orðaður við Elfsborg og nú hefur verið gengið frá félagaskiptunum.

Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur Hákon verið aðalmarkvörður Gróttu í þrjú tímabil, eitt í 2. deild, eitt í 1. deild og í fyrra lék hann alla átján leiki Seltirninga í Pepsi Max-deildinni.

Hákon var í hópi U-21 árs landsliðsins á EM í síðasta mánuði en kom ekkert við sögu á mótinu.

Elfsborg endaði í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum það sem af er þessu tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.