Innlent

Björguðu ung­lings­stúlku úr tré í Hellis­gerði

Atli Ísleifsson skrifar
Úr garðinum Hellisgerði í Hafnarfirði.
Úr garðinum Hellisgerði í Hafnarfirði. Hellisgerði

Starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru í gær kallaðir út til að bjarga unglingsstúlku niður úr tré í Hellisgerði í Hafnarfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði átti atvikið sér stað í vettvangsferð í skóla um klukkan 11 í gær. Var stúlkan komin í ógöngur og treysti sér ekki niður og var því ákveðið að kalla til aðstoð. 

Slökkvilið mætti þá á staðinn og klifraði einn slökkviliðsmannanna upp í tréð og aðstoðaði stúlkuna aftur niður.

Í færslu slökkviliðs á Facebook segir að annars hafi dælubílar farið í fimm útköll á síðasta sólarhring – allt frá olíulekum, viðvörunarkerfum, gróðureldum og unglingum uppi í tré. Allt voru þetta minniháttar verkefni sem voru auðleyst og gengu vel.

„Sjúkrabílar fóru í 118 verkefni og virðist lítið vera að hægja á í sjúkraflutningum, við vonum að með hækkandi fari að draga aðeins úr fjölda flutninga en reynslan hefur verið að fjöldi sjúkraflutninga er minni en á veturna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×