Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði átti atvikið sér stað í vettvangsferð í skóla um klukkan 11 í gær. Var stúlkan komin í ógöngur og treysti sér ekki niður og var því ákveðið að kalla til aðstoð.
Slökkvilið mætti þá á staðinn og klifraði einn slökkviliðsmannanna upp í tréð og aðstoðaði stúlkuna aftur niður.
Í færslu slökkviliðs á Facebook segir að annars hafi dælubílar farið í fimm útköll á síðasta sólarhring – allt frá olíulekum, viðvörunarkerfum, gróðureldum og unglingum uppi í tré. Allt voru þetta minniháttar verkefni sem voru auðleyst og gengu vel.
„Sjúkrabílar fóru í 118 verkefni og virðist lítið vera að hægja á í sjúkraflutningum, við vonum að með hækkandi fari að draga aðeins úr fjölda flutninga en reynslan hefur verið að fjöldi sjúkraflutninga er minni en á veturna.“