Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 23:52 Sakborningarnir þrír, frá vinstri: Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan. Travis er ákærður fyrir að hafa skotið Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. AP/Fangelsið í Glynn-sýslu Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir hafa borið því við að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og því elt hann þegar þeir komu auga á hann til þess að handtaka hann borgaralega. Þeir stöðvuðu Arbery við þriðja mann og eftir nokkur orðaskipti skutu þeir hann til bana úti á götu. Þriðji maðurinn, William Bryan, sem slóst í eftirförina með feðgunum tók myndband af atvikinu en það fór síðan sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir morð, alvarlega líkamsárás og fleiri brot í Georgíu. Nú sæta þeir jafnframt alríkisákæru fyrir hatursglæp, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Feðgarnir og Bryan eru ákærðir fyrir að brjóta réttindi Arbery og tilraun til frelsissviptingar. McMichael-feðgarnir eru einnig ákærðir fyrir að beita ofbeldi með skotvopni. Í ákæru dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn mönnunum þremur eru þeir sakaðir um að hafa beitt valdi og hótunum til að ógna Arbery og trufla réttindi hans til þess að nota almenningsleið vegna kynþáttar hans. Saksóknarar í Georgíu hafa lagt fram sannanir fyrir því að kynþáttahatur kunni að hafa átt þátt í morðinu. Morðið á Arbery og viðbrögð yfirvalda á staðnum vöktu mikla reiði í fyrra. Enginn var handtekinn vegna málsins í tíu vikur eftir morðið en McMichael eldri er fyrrverandi lögreglumaður. Hreyfing komst ekki á málið fyrr en myndban Bryan lak út. Mennirnir þrír sitja í fangelsi og eiga næst að koma fyrir dómara í næsta mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir hafa borið því við að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og því elt hann þegar þeir komu auga á hann til þess að handtaka hann borgaralega. Þeir stöðvuðu Arbery við þriðja mann og eftir nokkur orðaskipti skutu þeir hann til bana úti á götu. Þriðji maðurinn, William Bryan, sem slóst í eftirförina með feðgunum tók myndband af atvikinu en það fór síðan sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir morð, alvarlega líkamsárás og fleiri brot í Georgíu. Nú sæta þeir jafnframt alríkisákæru fyrir hatursglæp, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Feðgarnir og Bryan eru ákærðir fyrir að brjóta réttindi Arbery og tilraun til frelsissviptingar. McMichael-feðgarnir eru einnig ákærðir fyrir að beita ofbeldi með skotvopni. Í ákæru dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn mönnunum þremur eru þeir sakaðir um að hafa beitt valdi og hótunum til að ógna Arbery og trufla réttindi hans til þess að nota almenningsleið vegna kynþáttar hans. Saksóknarar í Georgíu hafa lagt fram sannanir fyrir því að kynþáttahatur kunni að hafa átt þátt í morðinu. Morðið á Arbery og viðbrögð yfirvalda á staðnum vöktu mikla reiði í fyrra. Enginn var handtekinn vegna málsins í tíu vikur eftir morðið en McMichael eldri er fyrrverandi lögreglumaður. Hreyfing komst ekki á málið fyrr en myndban Bryan lak út. Mennirnir þrír sitja í fangelsi og eiga næst að koma fyrir dómara í næsta mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45
„Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49