Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 23:52 Sakborningarnir þrír, frá vinstri: Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan. Travis er ákærður fyrir að hafa skotið Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. AP/Fangelsið í Glynn-sýslu Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir hafa borið því við að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og því elt hann þegar þeir komu auga á hann til þess að handtaka hann borgaralega. Þeir stöðvuðu Arbery við þriðja mann og eftir nokkur orðaskipti skutu þeir hann til bana úti á götu. Þriðji maðurinn, William Bryan, sem slóst í eftirförina með feðgunum tók myndband af atvikinu en það fór síðan sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir morð, alvarlega líkamsárás og fleiri brot í Georgíu. Nú sæta þeir jafnframt alríkisákæru fyrir hatursglæp, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Feðgarnir og Bryan eru ákærðir fyrir að brjóta réttindi Arbery og tilraun til frelsissviptingar. McMichael-feðgarnir eru einnig ákærðir fyrir að beita ofbeldi með skotvopni. Í ákæru dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn mönnunum þremur eru þeir sakaðir um að hafa beitt valdi og hótunum til að ógna Arbery og trufla réttindi hans til þess að nota almenningsleið vegna kynþáttar hans. Saksóknarar í Georgíu hafa lagt fram sannanir fyrir því að kynþáttahatur kunni að hafa átt þátt í morðinu. Morðið á Arbery og viðbrögð yfirvalda á staðnum vöktu mikla reiði í fyrra. Enginn var handtekinn vegna málsins í tíu vikur eftir morðið en McMichael eldri er fyrrverandi lögreglumaður. Hreyfing komst ekki á málið fyrr en myndban Bryan lak út. Mennirnir þrír sitja í fangelsi og eiga næst að koma fyrir dómara í næsta mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir hafa borið því við að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og því elt hann þegar þeir komu auga á hann til þess að handtaka hann borgaralega. Þeir stöðvuðu Arbery við þriðja mann og eftir nokkur orðaskipti skutu þeir hann til bana úti á götu. Þriðji maðurinn, William Bryan, sem slóst í eftirförina með feðgunum tók myndband af atvikinu en það fór síðan sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir morð, alvarlega líkamsárás og fleiri brot í Georgíu. Nú sæta þeir jafnframt alríkisákæru fyrir hatursglæp, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Feðgarnir og Bryan eru ákærðir fyrir að brjóta réttindi Arbery og tilraun til frelsissviptingar. McMichael-feðgarnir eru einnig ákærðir fyrir að beita ofbeldi með skotvopni. Í ákæru dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn mönnunum þremur eru þeir sakaðir um að hafa beitt valdi og hótunum til að ógna Arbery og trufla réttindi hans til þess að nota almenningsleið vegna kynþáttar hans. Saksóknarar í Georgíu hafa lagt fram sannanir fyrir því að kynþáttahatur kunni að hafa átt þátt í morðinu. Morðið á Arbery og viðbrögð yfirvalda á staðnum vöktu mikla reiði í fyrra. Enginn var handtekinn vegna málsins í tíu vikur eftir morðið en McMichael eldri er fyrrverandi lögreglumaður. Hreyfing komst ekki á málið fyrr en myndban Bryan lak út. Mennirnir þrír sitja í fangelsi og eiga næst að koma fyrir dómara í næsta mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Sjá meira
Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45
„Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49