Erlent

Læstist inni í matvöruverslun eftir lokun

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Konan sá ekkert annað í stöðinni en að óska eftir aðstoð lögreglu.
Konan sá ekkert annað í stöðinni en að óska eftir aðstoð lögreglu. Getty

Kona nokkur í norska bænum Lillestrøm, skammt austur af höfuðborginni Osló, kallaði eftir aðstoð lögreglu í kvöld eftir að hafa læsts inni í matvöruverslun eftir lokun. Konan hafði verið að versla í búðinni en svo virðist sem starfsfólk hafi ekki verið meðvitað um veru konunnar í versluninni þegar henni var skellt í lás.

Norska lögreglan greinir frá þessu á Twitter í kvöld þar sem segir að lögregla hafi í framhaldinu haft uppi á verslunarstjóra sem ku hafa ætlað að senda einhvern á vettvang til að hleypa konunni út.

Martin Bjarnes, aðgerðastjóri hjá lögreglunni, segir í samtali við norska blaðið VG að verslunarstjóri hafi sjálfur lagt af stað til að hleypa konunni út. Lögregla muni upplýsa um það ef frekari vendingar verða í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×