Enski boltinn

Fallnir Sheffi­eld-menn af­greiddu Brig­hton

Anton Ingi Leifsson skrifar
McGoldrick eftir að hafa komið boltanum í netið.
McGoldrick eftir að hafa komið boltanum í netið. Michael Regan/Getty Images

Sheffield United vann 1-0 sigur á Brighton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var liður í 33. umferðinni.

Sheffield var fyrir leikinn fallið en það var ljóst eftir leiki síðustu helgar.

Þeir gerðu sér þó lítið fyrir og unnu 1-0 sigur á Brighton með marki David McGoldrick á 19. mínútu.

Brighton hélt að þeir væru að jafna metin með marki Jakub Moder á 56. mínútu en eftir skoðun í VARsjánni var það dæmt af.

Lokatölur 1-0 en Brighton er nú í sextánda sætinu, sjö stigum frá fallsæti. Sheffield er á botninum og er sjö stigum frá WBA sem er í nítjánda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×