Íslenski boltinn

Hilmar Árni framlengir í Garðabæ

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hilmar mætir uppeldisfélagi sínu í fyrsta umferð Pepsi Max-deildarinnar næstu helgi.
Hilmar mætir uppeldisfélagi sínu í fyrsta umferð Pepsi Max-deildarinnar næstu helgi.

Sóknartengiliðurinn Hilmar Árni Halldórsson skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna í dag. Fram undan er sjötta tímabil hans með Garðabæjarliðinu.

Hilmar átti aðeins hálft ár eftir af fyrri samningi og hafa Stjörnumenn nú tryggt framtíð hans í Garðabænum til næstu þriggja ára. Hilmar hefur verið algjör lykilmaður í sóknarleik Stjörnunnar síðustu ár.

Komandi tímabil er hans sjötta í Garðabænum eftir að Hilmar kom frá uppeldisfélagi sínu Leikni Reykjavík fyrir sumarið 2016. Síðan þá hefur Hilmar leikið 103 úrvalsdeildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 53 mörk, auk þess að leggja upp ógrynni marka til viðbótar.

Hilmar mætir uppeldisfélaginu, Leikni, sem heimsækir Stjörnuna á Samsung-völlinn í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar næsta laugardag, á verkalýðsdaginn 1. maí.

Hey já! Við gleymdum að segja ykkur frá sumargjöfinni! Hilmar Árni Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára. Til hamingju Stjörnufólk! Skíni Stjarnan #InnMedBoltann

Posted by Stjarnan FC on Föstudagur, 23. apríl 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×