Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 21:01 MOXIE-tilraunin þegar henni var komið fyrir í kviði Perseverance. Töluverðan hita þarf til að framleiða súrefni úr lofti. Tækið er húðað þunnri gullhúð sem endurvarpar innrauðri geislun og kemur þannig í veg fyrir að hitinn frá því skemmi önnur tæki könnunarjeppans. NASA/JPL-Caltech Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. MOXIE-tilraunin svonefnda um borð í Perseverance lætur lítið yfir sér. Hún er á stærð við ristavél en hún gæti hins vegar greitt götu mannaðra geimferða til Mars til langrar framtíðar. Tækið vinnur súrefni með því að sundra koltvísýringssameindum sem eru meginuppistaðan í næfurþunnum lofthjúpi Mars. Aukaafurðin er kolmónoxíð sem tækið losar aftur út í andrúmsloftið. Fyrsta tilraunin með MOXIE fór fram á þriðjudag og framleiddi hún um það bil fimm grömm af súrefni, nóg fyrir einn geimfara til að anda í tíu mínútur. Tækið er hannað til að framleiða allt að tíu grömm af súrefni á klukkustund. Næstu tvö árin er ætlunin að láta MOXIE vinna súrefni úr lofthjúpi Mars að minnsta kosti níu sinnum. Þá á meðal annars að prófa aðferðin við mismunandi aðstæður eins og ólíkum tíma dags og á ólíkum árstíðum. Eins tonns tæki í stað 25 tonna af súrefni Súrefnisvinnsla sem þessi er grundvallarforsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars. Eldflaugar þurfa gríðarlegt magn af súrefni til þess að brenna eldsneyti sínu Til þess að koma fjórum geimförum af yfirborði Mars þarf um það bil sjö tonn af eldflaugareldsneyti og en 25 tonn af súrefni, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Til samanburðar þyrftu geimfararnir fjórir aðeins um tonn af súrefni fyrir ársdvöl á Mars. Við geimferðir velta menn fyrir sér hverju kílói sem fer um borð í geimferju þar sem gríðarlegt afl þarf til þess að skjóta því á loft. Óheyrilega öfluga eldflaug þyrfti til að koma 25 tonnum af súrefni til Mars fyrir utan mennina og allt þeirra hafurtask. Því telja verkfræðingar fýsilegra að smíða tæki sem getur unnið súrefni í drifefni og fyrir geimfara að anda að sér beint úr andrúmslofti Mars. Draumur þeirra er að gera stærri útgáfu af MOXIE sem gæti vegið um eitt tonn sem yrði staðalbúnaður í mönnuðum ferðum til Mars, verði þær einhvern tímann að veruleika. Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
MOXIE-tilraunin svonefnda um borð í Perseverance lætur lítið yfir sér. Hún er á stærð við ristavél en hún gæti hins vegar greitt götu mannaðra geimferða til Mars til langrar framtíðar. Tækið vinnur súrefni með því að sundra koltvísýringssameindum sem eru meginuppistaðan í næfurþunnum lofthjúpi Mars. Aukaafurðin er kolmónoxíð sem tækið losar aftur út í andrúmsloftið. Fyrsta tilraunin með MOXIE fór fram á þriðjudag og framleiddi hún um það bil fimm grömm af súrefni, nóg fyrir einn geimfara til að anda í tíu mínútur. Tækið er hannað til að framleiða allt að tíu grömm af súrefni á klukkustund. Næstu tvö árin er ætlunin að láta MOXIE vinna súrefni úr lofthjúpi Mars að minnsta kosti níu sinnum. Þá á meðal annars að prófa aðferðin við mismunandi aðstæður eins og ólíkum tíma dags og á ólíkum árstíðum. Eins tonns tæki í stað 25 tonna af súrefni Súrefnisvinnsla sem þessi er grundvallarforsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars. Eldflaugar þurfa gríðarlegt magn af súrefni til þess að brenna eldsneyti sínu Til þess að koma fjórum geimförum af yfirborði Mars þarf um það bil sjö tonn af eldflaugareldsneyti og en 25 tonn af súrefni, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Til samanburðar þyrftu geimfararnir fjórir aðeins um tonn af súrefni fyrir ársdvöl á Mars. Við geimferðir velta menn fyrir sér hverju kílói sem fer um borð í geimferju þar sem gríðarlegt afl þarf til þess að skjóta því á loft. Óheyrilega öfluga eldflaug þyrfti til að koma 25 tonnum af súrefni til Mars fyrir utan mennina og allt þeirra hafurtask. Því telja verkfræðingar fýsilegra að smíða tæki sem getur unnið súrefni í drifefni og fyrir geimfara að anda að sér beint úr andrúmslofti Mars. Draumur þeirra er að gera stærri útgáfu af MOXIE sem gæti vegið um eitt tonn sem yrði staðalbúnaður í mönnuðum ferðum til Mars, verði þær einhvern tímann að veruleika.
Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15
Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29