Erlent

Að minnsta kosti tveir heimiliskettir á Bretlandseyjum hafa smitast af eigendum sínum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Engar ábendingar eru uppi um að kettir geti smitað menn af Covid-19.
Engar ábendingar eru uppi um að kettir geti smitað menn af Covid-19.

Rannsakendur á Bretlandseyjum hafa fundið tvö tilvik þar sem eigendur smituðu kettina sína af SARS-CoV-2. Í báðum tilvikum voru eigendurnir með einkenni Covid-19 þegar kettirnir smituðust. Þeir sýndu sömuleiðis einkenni sjúkdómsins.

Kettirnir tilheyrðu sitthvorri fjölskyldunni og voru ekki af sömu tegund.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, sem var gerð við University of Glasgow, eru engar ábendingar um það að fólk smitist af köttum né að gæludýr yfirhöfuð eigi þátt í útbreiðslu Covid-19 smita meðal manna.

Prófessorinn Margaret Hosie segir þó mikilvægt að rannsaka SARS-CoV-2 smit hjá dýrum, til að gera sér grein fyrir áhættunni á því að þau fari að smita fólk þegar draga fer úr smitum manna á milli.

Farið var með annan köttinn, hinn fjögurra mánaða Ragdoll, til dýralæknis í apríl í fyrra, þegar hann fór að eiga erfitt með að anda. Honum batnaði ekki og var svæfður. Við krufningu kom í ljós að hann var smitaður af SARS-CoV-2.

Hinn kötturinn var sex ára Síamsköttur og var með nefrennsli og augnsýkingu þegar farið var með hann til dýralæknis. Einkennin reyndust mild og náði hann fullum bata en greindist sömuleiðis með kórónuveiruna.

Í báðum tilvikum var um að ræða læðu.

Vísindamenn telja tilvik smita á milli manna og dýra tíðari en rannsóknin gefur til kynna, þar sem fátítt sé að skepnur séu skimaðar fyrir Covid-19.

Guardian greindi frá.


Tengdar fréttir

Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19

Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr.

Fjöldi dýra greinst með Covid-19

Fjöldi dýra hefur smitast af kórónuveirunni frá því faraldurinn braust út á síðasta ári. Rannsóknir benda til þess að eigendur geti smitað gæludýr sín.

Breskur köttur greindist með Co­vid-19

Köttur í Englandi greindist með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 nú á dögunum eftir að hafa farið í sýnatöku í síðustu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×