Strandaglópur snýr loks heim eftir fjögurra ára einveru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 20:39 Mohammed Aisha hefur loksins fengið að yfirgefa skipið MV Amman og er farinn aftur heim til Sýrlands. skjáskot Sjómaðurinn Mohammed Aisha hefur undanfarin fjögur ár þurft að dvelja einn í skipinu MV Amman við strendur Egyptalands en hefur nú loks verið frelsaður og er floginn heim til Sýrlands. Hann segist finna fyrir miklum létti enda ekki auðvelt að vera einn í fjögur ár. „Hvernig líður mér? Eins og ég hafi loks losnað úr fangelsi. Ég fæ loksins að hitta fjölskylduna mína aftur. Ég fæ að sjá þau aftur,“ segir Aisha, um borð í flugvélinni á leið til Sýrlands, í samtali við breska ríkisútvarpið. Aisha hóf störf á skipinu MV Amman í maí 2017 en í byrjun júlí var skipið kyrrsett í hafnarborginni Adabiya í Egyptalandi. Öryggisbúnaður um borð skipinu var þá ekki lengur talinn öruggur og hafði skipið ekki lengur starfsleyfi. Ekki nóg með það heldur var líbanska útgerðin sem fór með umsjón skipsins í fjárhagsvandræðum og greiddi ekki fyrir eldsneyti auk þess sem eigandi skipsins gat ekki greitt fyrir eldsneytið. Egypski skipstjórinn var þá þegar kominn frá borði í Egyptalandi og úrskurðaði egypskur dómur að Aisha, sem var þá næstráðandi, væri lögráðamaður skipsins. Fylgdist með bróður sínum sigla hjá Aisha, sem er sýrlenskur, segist ekki hafa skilið hvað úrskurðurinn þýddi og hafi því ekki komist að því fyrr en mörgum mánuðum seinna að hann mætti ekki yfirgefa skipið. Það hafi runnið upp fyrir honum þegar aðrir skipsverjar hafi gengið frá borði og farið til síns heima. Í fjögur ár þurfti Aisha að halda til um borð í skipinu, sem var þá kyrrsett nærri Súesskurðinum og fylgdist hann daglega með öðrum skipum sigla þar í gegn. Hann segist meira að segja hafa fylgst með bróður sínum, sem er einnig sjómaður, sigla fram hjá sér ótal sinnum. Þeir hafi reglulega talað saman í síma en hafi aldrei verið svo nálægt hvor öðrum að geta veifað. Í þessi fjögur ár var Aisha fastur um borð í skipinu, án rafmagns, ferskvatns, matar eða nærveru annars fólks. Einstaka sinnum komu öryggisverðir um borð með vistir en annars var hann ekki í neinum samskiptum við annað fólk. Hann vara lagalega bundinn því að vera um borð í skipinu og frétti af því í ágúst 2018 að móðir hans hafi dáið. „Ég íhugaði það alvarlega að taka mitt eigið líf,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið. 250 viðlíka mál á borði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aðstæður breyttust nokkuð í mars 2020 þegar stormur leysti skipið frá akkerinu og því blés nær landi, þar sem það strandaði í grynningum. Aisha var þá nógu nálægt landi til að geta synt í land og hefur hann undanfarið ár reglulega synt þessa nokkur hundruð metra í land til þess að kaupa mat, vatn og til þess að hlaða farsíma sinn. Mál Aisha er ekki einsdæmi en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni eru meira en 250 viðlíka mál í gangi í heiminum, þar sem skipsmönnum er gert að bjarga sér sjálfir vegna aðstæðna hjá eigendum. Meira en 85 slík mál komu á borð stofnunarinnar árið 2020, tvöfalt meira en árið á undan. Egyptaland Sýrland Sjávarútvegur Mannréttindi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
„Hvernig líður mér? Eins og ég hafi loks losnað úr fangelsi. Ég fæ loksins að hitta fjölskylduna mína aftur. Ég fæ að sjá þau aftur,“ segir Aisha, um borð í flugvélinni á leið til Sýrlands, í samtali við breska ríkisútvarpið. Aisha hóf störf á skipinu MV Amman í maí 2017 en í byrjun júlí var skipið kyrrsett í hafnarborginni Adabiya í Egyptalandi. Öryggisbúnaður um borð skipinu var þá ekki lengur talinn öruggur og hafði skipið ekki lengur starfsleyfi. Ekki nóg með það heldur var líbanska útgerðin sem fór með umsjón skipsins í fjárhagsvandræðum og greiddi ekki fyrir eldsneyti auk þess sem eigandi skipsins gat ekki greitt fyrir eldsneytið. Egypski skipstjórinn var þá þegar kominn frá borði í Egyptalandi og úrskurðaði egypskur dómur að Aisha, sem var þá næstráðandi, væri lögráðamaður skipsins. Fylgdist með bróður sínum sigla hjá Aisha, sem er sýrlenskur, segist ekki hafa skilið hvað úrskurðurinn þýddi og hafi því ekki komist að því fyrr en mörgum mánuðum seinna að hann mætti ekki yfirgefa skipið. Það hafi runnið upp fyrir honum þegar aðrir skipsverjar hafi gengið frá borði og farið til síns heima. Í fjögur ár þurfti Aisha að halda til um borð í skipinu, sem var þá kyrrsett nærri Súesskurðinum og fylgdist hann daglega með öðrum skipum sigla þar í gegn. Hann segist meira að segja hafa fylgst með bróður sínum, sem er einnig sjómaður, sigla fram hjá sér ótal sinnum. Þeir hafi reglulega talað saman í síma en hafi aldrei verið svo nálægt hvor öðrum að geta veifað. Í þessi fjögur ár var Aisha fastur um borð í skipinu, án rafmagns, ferskvatns, matar eða nærveru annars fólks. Einstaka sinnum komu öryggisverðir um borð með vistir en annars var hann ekki í neinum samskiptum við annað fólk. Hann vara lagalega bundinn því að vera um borð í skipinu og frétti af því í ágúst 2018 að móðir hans hafi dáið. „Ég íhugaði það alvarlega að taka mitt eigið líf,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið. 250 viðlíka mál á borði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aðstæður breyttust nokkuð í mars 2020 þegar stormur leysti skipið frá akkerinu og því blés nær landi, þar sem það strandaði í grynningum. Aisha var þá nógu nálægt landi til að geta synt í land og hefur hann undanfarið ár reglulega synt þessa nokkur hundruð metra í land til þess að kaupa mat, vatn og til þess að hlaða farsíma sinn. Mál Aisha er ekki einsdæmi en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni eru meira en 250 viðlíka mál í gangi í heiminum, þar sem skipsmönnum er gert að bjarga sér sjálfir vegna aðstæðna hjá eigendum. Meira en 85 slík mál komu á borð stofnunarinnar árið 2020, tvöfalt meira en árið á undan.
Egyptaland Sýrland Sjávarútvegur Mannréttindi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira