Ekki ástæða til að herða aðgerðir innanlands Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2021 12:03 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er tilbúinn að smíða minnisblað ef hann telur tilefni til. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir smitrakningu ganga vel og að þrjár hópsýkingar sem komu upp í síðustu viku virðist afmarkaðar. Næstu dagar muni skera úr um hvort tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessari stundu tel ég ekki ástæðu til að leggja fram tillögu um hertari aðgerðir innanlands en tilbúinn, eins og áður hefur komið fram, að leggja fram tillgögur ef ástand fer eitthvað versnandi,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins. Einnig að áætlanir ríkisstjórnarinnar um að aflétta öllum samkomutakmörkunum 1. júní séu skynsamlegar. „En þróun faraldursins og bólusetninga á næstu vikum og mánuðum munu skera úr um hvort þær munu ganga upp.“ Tólf greindust með kórónuveiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. Líklegt er að bæði smitin utan sóttkvíar tengist fyrri hópsmitum. Nú eru 120 manns í einangrun með veiruna, þrír á spítala og einn á gjörgæslu, þó ekki lengur í öndunarvél. Ríflega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær auk 1100 sýna í slembiskimun Íslenskrar erfðagreiningar síðustu tvo sólarhringa. Enginn hefur greinst í þeirri skimun. Almannavarnir og sóttvarnalæknir beindu þeim tillögum til landsmanna á mánudag að forðast mannmarga staði, halda mannamótum í lágmarki og ekki ferðast á milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til. „Næstu dagar munu skera úr um hvort við erum að fá umfangsmeira hópsmit eða jafnvel útbreitt samfélagslegt smit. Því er mikilvægt að fara mjög varlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44 Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
„Á þessari stundu tel ég ekki ástæðu til að leggja fram tillögu um hertari aðgerðir innanlands en tilbúinn, eins og áður hefur komið fram, að leggja fram tillgögur ef ástand fer eitthvað versnandi,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins. Einnig að áætlanir ríkisstjórnarinnar um að aflétta öllum samkomutakmörkunum 1. júní séu skynsamlegar. „En þróun faraldursins og bólusetninga á næstu vikum og mánuðum munu skera úr um hvort þær munu ganga upp.“ Tólf greindust með kórónuveiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. Líklegt er að bæði smitin utan sóttkvíar tengist fyrri hópsmitum. Nú eru 120 manns í einangrun með veiruna, þrír á spítala og einn á gjörgæslu, þó ekki lengur í öndunarvél. Ríflega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær auk 1100 sýna í slembiskimun Íslenskrar erfðagreiningar síðustu tvo sólarhringa. Enginn hefur greinst í þeirri skimun. Almannavarnir og sóttvarnalæknir beindu þeim tillögum til landsmanna á mánudag að forðast mannmarga staði, halda mannamótum í lágmarki og ekki ferðast á milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til. „Næstu dagar munu skera úr um hvort við erum að fá umfangsmeira hópsmit eða jafnvel útbreitt samfélagslegt smit. Því er mikilvægt að fara mjög varlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44 Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03
Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44
Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37