Ekki ástæða til að herða aðgerðir innanlands Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2021 12:03 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er tilbúinn að smíða minnisblað ef hann telur tilefni til. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir smitrakningu ganga vel og að þrjár hópsýkingar sem komu upp í síðustu viku virðist afmarkaðar. Næstu dagar muni skera úr um hvort tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. „Á þessari stundu tel ég ekki ástæðu til að leggja fram tillögu um hertari aðgerðir innanlands en tilbúinn, eins og áður hefur komið fram, að leggja fram tillgögur ef ástand fer eitthvað versnandi,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins. Einnig að áætlanir ríkisstjórnarinnar um að aflétta öllum samkomutakmörkunum 1. júní séu skynsamlegar. „En þróun faraldursins og bólusetninga á næstu vikum og mánuðum munu skera úr um hvort þær munu ganga upp.“ Tólf greindust með kórónuveiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. Líklegt er að bæði smitin utan sóttkvíar tengist fyrri hópsmitum. Nú eru 120 manns í einangrun með veiruna, þrír á spítala og einn á gjörgæslu, þó ekki lengur í öndunarvél. Ríflega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær auk 1100 sýna í slembiskimun Íslenskrar erfðagreiningar síðustu tvo sólarhringa. Enginn hefur greinst í þeirri skimun. Almannavarnir og sóttvarnalæknir beindu þeim tillögum til landsmanna á mánudag að forðast mannmarga staði, halda mannamótum í lágmarki og ekki ferðast á milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til. „Næstu dagar munu skera úr um hvort við erum að fá umfangsmeira hópsmit eða jafnvel útbreitt samfélagslegt smit. Því er mikilvægt að fara mjög varlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44 Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
„Á þessari stundu tel ég ekki ástæðu til að leggja fram tillögu um hertari aðgerðir innanlands en tilbúinn, eins og áður hefur komið fram, að leggja fram tillgögur ef ástand fer eitthvað versnandi,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins. Einnig að áætlanir ríkisstjórnarinnar um að aflétta öllum samkomutakmörkunum 1. júní séu skynsamlegar. „En þróun faraldursins og bólusetninga á næstu vikum og mánuðum munu skera úr um hvort þær munu ganga upp.“ Tólf greindust með kórónuveiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. Líklegt er að bæði smitin utan sóttkvíar tengist fyrri hópsmitum. Nú eru 120 manns í einangrun með veiruna, þrír á spítala og einn á gjörgæslu, þó ekki lengur í öndunarvél. Ríflega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær auk 1100 sýna í slembiskimun Íslenskrar erfðagreiningar síðustu tvo sólarhringa. Enginn hefur greinst í þeirri skimun. Almannavarnir og sóttvarnalæknir beindu þeim tillögum til landsmanna á mánudag að forðast mannmarga staði, halda mannamótum í lágmarki og ekki ferðast á milli landshluta nema brýna nauðsyn beri til. „Næstu dagar munu skera úr um hvort við erum að fá umfangsmeira hópsmit eða jafnvel útbreitt samfélagslegt smit. Því er mikilvægt að fara mjög varlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44 Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03
Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21. apríl 2021 11:44
Engar takmarkanir á notkun Janssen bóluefnisins Engar takmarkanir verða á notkun bóluefnis Janssen gegn kórónuveirunni þegar bólusetning með efninu hefst hér á landi í næstu viku. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. 21. apríl 2021 11:37