Innlent

Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alls komu um 4.800 ferðamenn til landsins fyrri hluta apríl.
Alls komu um 4.800 ferðamenn til landsins fyrri hluta apríl. Vísir/Vilhelm

1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni.

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að frá 1. apríl hefur komufarþegum með slík vottorð verið gert að fara í eina sýnatöku til að kanna hvort þeir kunni að bera Covid-19 smit.

Af þeim 1106 farþegum sem framvísuðu vottorðum greindust fimm jákvæðir við sýnatöku. Við nánari skoðun hjá Covid-göngudeild Landspítala hafi komið í ljós að enginn var með virkt smit.

Alls komu um 4.800 ferðamenn til landsins fyrri hluta apríl.

Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins.


Tengdar fréttir

Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag

Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins.

Enginn greinst í handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar

Bæði smitin sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast þeim hópsýkingum sem hafa verið til umfjöllunar síðustu daga. Um 3.000 manns fóru í sýnatöku í gær og 1.100 í slembiskimun hjá Íslenskri erfðagreiningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×