ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 10:46 Fultrúa umhverfisnefndar Evrópuþingsins ræddu við fjölmiðla eftir viðræður um ný loftslagslög sem drógust fram á nótt. Vísir/EPA Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. Samkomulagið felur í sér að stefnt verði að í það minnsta 55% samdrætti á losun miðað við árið 1990 fyrir árið 2030. Evrópuþingið vildi upphaflega ganga enn lengra og stefna að 60% samdrætti en ekki náðist samstaða um það. Ríkjum heims ber að auka metnað í loftslagsaðgerðum sínum samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Upphaflegt markmið ESB var 40% samdráttur fyrir lok þessar áratugar. „Pólitísk skuldbinding okkar um að verða fyrsta loftslagshlutlausa álfan fyrir 2050 er núna einnig lagaleg skuldbinding. Loftslagslögin koma ESB á græna braut til næstu kynslóðar,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB í morgun eftir samningaviðræður sem stóðu yfir fram á nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Markmiðið er þó ekki endanlegt ennþá. Aðildarríkin og Evrópuþingið þurfa enn að samþykkja það formlega en það er þó talið aðeins formsatriði úr því sem komið er. Ekki voru allir sáttir við niðurstöðuna. Evrópuþingmenn þýskra Græningja gagnrýndu að of margar bókhaldsbrellur yrðu umbornar til að ná markmiðinu um 55%. Í raun og veru væri aðeins stefnt að 52,8% samdrætti í beinni losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðtogar ESB ætla að fjarfunda með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem kynnir brátt hert markmið Bandaríkjastjórnar. Michael Bloss, Evrópuþingmaður þýskra Græningja og umhverfissérfræðingur þeirra, segir að aðildarríkin og þingið hafi „þvingað í gegn veikum loftslagslögum fyrir myndatækifæri með Joe Biden forseta“. Þegar íslensk stjórnvöld áttu að uppfæra landsmarkmið sitt í vetur gáfu þau út að Ísland tæki þátt í nýju sameiginlegum markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 55% samdrátt. Ekki er ljóst hver hlutdeild Íslands í því markmiði yrði. Íslensk stjórnvöld sömdu um að þau stefndu að 29% samdrætti í losun sinni á gróðurhúsalofttegundum þegar þau tóku þátt í sameiginlega markmiðinu um 40% samdrátt. Kolefnisbinding telji takmarkað upp í markmiðið Með nýju loftslagsmarkmiði ESB verður takmarkað hversu mikið kolefnisbinding telur upp í markmiðið um samdrátt í losun. Breska ríkisútvarpið BBC segir að það eigi að hvetja ríki til þess að draga frekar úr losun en að reyna að binda hana úr lofti eftir á. Óháðu ráði fimmtán fulltrúa verður komið á fót sem á að ráða sambandinu heilt um loftslagsaðgerðir og markmið. Framkvæmdastjórn ESB ætlar svo að kynna frumvarp að loftslagslögum sem eiga að styðja losunarmarkmiðið í júní. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld og helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Til þess að svo megi verða þurfa ríki heims að draga hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem er fyrst og fremst tilkomin vegna bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Vísindamenn vara við því að að hlýnun umfram 2°C fylgdi skæðari hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma, frekari veðuröfgar og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Haldi losun mannkynsins áfram óbreytt gæti hlýnunin náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Alþjóðaorkumálastofnunin spáði því í gær að sá samdráttur sem hefur orðið í losun gróðurhúsalofttegunda vegna minnkandi efnahagsumsvifa og umferðar í kórónuveiruheimsfaraldrinum gengi nær algerlega til baka á þessu ári. Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Samkomulagið felur í sér að stefnt verði að í það minnsta 55% samdrætti á losun miðað við árið 1990 fyrir árið 2030. Evrópuþingið vildi upphaflega ganga enn lengra og stefna að 60% samdrætti en ekki náðist samstaða um það. Ríkjum heims ber að auka metnað í loftslagsaðgerðum sínum samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Upphaflegt markmið ESB var 40% samdráttur fyrir lok þessar áratugar. „Pólitísk skuldbinding okkar um að verða fyrsta loftslagshlutlausa álfan fyrir 2050 er núna einnig lagaleg skuldbinding. Loftslagslögin koma ESB á græna braut til næstu kynslóðar,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB í morgun eftir samningaviðræður sem stóðu yfir fram á nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Markmiðið er þó ekki endanlegt ennþá. Aðildarríkin og Evrópuþingið þurfa enn að samþykkja það formlega en það er þó talið aðeins formsatriði úr því sem komið er. Ekki voru allir sáttir við niðurstöðuna. Evrópuþingmenn þýskra Græningja gagnrýndu að of margar bókhaldsbrellur yrðu umbornar til að ná markmiðinu um 55%. Í raun og veru væri aðeins stefnt að 52,8% samdrætti í beinni losun gróðurhúsalofttegunda. Leiðtogar ESB ætla að fjarfunda með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem kynnir brátt hert markmið Bandaríkjastjórnar. Michael Bloss, Evrópuþingmaður þýskra Græningja og umhverfissérfræðingur þeirra, segir að aðildarríkin og þingið hafi „þvingað í gegn veikum loftslagslögum fyrir myndatækifæri með Joe Biden forseta“. Þegar íslensk stjórnvöld áttu að uppfæra landsmarkmið sitt í vetur gáfu þau út að Ísland tæki þátt í nýju sameiginlegum markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 55% samdrátt. Ekki er ljóst hver hlutdeild Íslands í því markmiði yrði. Íslensk stjórnvöld sömdu um að þau stefndu að 29% samdrætti í losun sinni á gróðurhúsalofttegundum þegar þau tóku þátt í sameiginlega markmiðinu um 40% samdrátt. Kolefnisbinding telji takmarkað upp í markmiðið Með nýju loftslagsmarkmiði ESB verður takmarkað hversu mikið kolefnisbinding telur upp í markmiðið um samdrátt í losun. Breska ríkisútvarpið BBC segir að það eigi að hvetja ríki til þess að draga frekar úr losun en að reyna að binda hana úr lofti eftir á. Óháðu ráði fimmtán fulltrúa verður komið á fót sem á að ráða sambandinu heilt um loftslagsaðgerðir og markmið. Framkvæmdastjórn ESB ætlar svo að kynna frumvarp að loftslagslögum sem eiga að styðja losunarmarkmiðið í júní. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C á þessari öld og helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Til þess að svo megi verða þurfa ríki heims að draga hratt úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem er fyrst og fremst tilkomin vegna bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Vísindamenn vara við því að að hlýnun umfram 2°C fylgdi skæðari hitabylgjur og þurrkar, ákafari úrkoma, frekari veðuröfgar og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Haldi losun mannkynsins áfram óbreytt gæti hlýnunin náð allt frá 3-5°C á þessari öld. Alþjóðaorkumálastofnunin spáði því í gær að sá samdráttur sem hefur orðið í losun gróðurhúsalofttegunda vegna minnkandi efnahagsumsvifa og umferðar í kórónuveiruheimsfaraldrinum gengi nær algerlega til baka á þessu ári.
Loftslagsmál Evrópusambandið Tengdar fréttir Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug. 20. apríl 2021 14:05