Bandamenn Navalní handteknir í aðdraganda mótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2021 09:21 Mótmæli til stuðnings Navalní hafa verið boðuð í meira en hundrað borgum og bæjum í Rússlandi í dag, þar á meðal nærri sýningarsal í Moskvu þar sem Pútín flytur stefnuræðu sína. Vísir/AP Rússneska lögreglan handtók Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, og fleiri bandamenn hans í dag. Handtökurnar eru taldar tengjast mótmælum sem boðað hefur verið til um allt landið til stuðnings Navalní sem dúsir í fangelsi við slæma heilsu. Mótmælin í dag bera upp á sama tíma og Vladímír Pútín forseti hyggst flytja stefnuræðu sínu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg en hún hefur áður látið leysa upp samkomur til stuðnings Navalní með valdi. Markmið mótmælana í dag er að krefjast viðunandi læknismeðferðar fyrir Navalní sem er þjáður af bak- og fótverkjum og er auk þess í hungurverkfalli. Stefnuræða Pútín átti að hefjast klukkan 9:00 að íslenskum tíma í morgun. Á sama tíma hefjast fyrstu mótmæli dagsins í Vladivostok í austasta hluta landsins. Lögmaður Jarmysh segir AP-fréttastofunni að hún hafi verið handtekin nærri heimili sínu í Moskvu í morgun. Hún var þegar í stofufangelsi, ákærð vegna mótmæla til stuðnings Navalní í janúar. Lögreglumenn tóku hana höndum þegar hún fór út í þá klukkustund sem henni er leyft að fara á dag. Þá var Ljúbov Sobol, einn þeirra sem stýrir vinsælli Youtube-rás Navalní, einnig handtekinn í höfuðborginni. Auk þeirra hafa yfirvöld handtekið að minnsta kosti tíu stjórnarandstæðinga í nokkrum héruðum. Lögreglumenn gerðu húsleit á heimilum stuðningsmanna Navalní í Sankti Pétursborg, Krasnojarsk og Jekaterínborg. Ruslan Shaveddinov, aðstoðarmaður Navalní, sakaði rússnesk stjórnvöld um kúgun. „Við verðum að berjast gegn þessu myrkri,“ tísti hann. Aðrir bandamenn Navalní gera lítið úr tilraunum yfirvalda til þess að brjóta mótmælahreyfinguna á bak aftur. „Eins og vanalega halda þeir að ef þeir einangra „leiðtogana“ verði engin mótmæli. Það er auðvitað rangt,“ sagði Leonid Volkov, náinn samstarfsmaður Navalní við Reuters. Óttast um líf Navalní Navalní sjálfur liggur nú á sjúkradeild fangelsis en læknar hans óttast um líf hans. Hann lifði af banatilræði með taugaeitri í fyrra sem hann sakar Pútín forseta um að hafa fyrirskipað. Því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Pútín sjálfur minnist aldrei á Navalní á nafn. Þegar Navalní sneri aftur til Rússlands eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í Berlín í janúar var handtekinn við komuna. Hann var í kjölfarið fundinn sekur um að hafa brotið gegn reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjársvik árið 2014. Navalní hefur sagt það mál hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði verið gerræðislegur og óréttlátur. Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní engu að síður að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín á grundvelli dómsins árið 2018. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33 Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mótmælin í dag bera upp á sama tíma og Vladímír Pútín forseti hyggst flytja stefnuræðu sínu. Ríkisstjórn Pútín hefur lýst mótmælin ólögleg en hún hefur áður látið leysa upp samkomur til stuðnings Navalní með valdi. Markmið mótmælana í dag er að krefjast viðunandi læknismeðferðar fyrir Navalní sem er þjáður af bak- og fótverkjum og er auk þess í hungurverkfalli. Stefnuræða Pútín átti að hefjast klukkan 9:00 að íslenskum tíma í morgun. Á sama tíma hefjast fyrstu mótmæli dagsins í Vladivostok í austasta hluta landsins. Lögmaður Jarmysh segir AP-fréttastofunni að hún hafi verið handtekin nærri heimili sínu í Moskvu í morgun. Hún var þegar í stofufangelsi, ákærð vegna mótmæla til stuðnings Navalní í janúar. Lögreglumenn tóku hana höndum þegar hún fór út í þá klukkustund sem henni er leyft að fara á dag. Þá var Ljúbov Sobol, einn þeirra sem stýrir vinsælli Youtube-rás Navalní, einnig handtekinn í höfuðborginni. Auk þeirra hafa yfirvöld handtekið að minnsta kosti tíu stjórnarandstæðinga í nokkrum héruðum. Lögreglumenn gerðu húsleit á heimilum stuðningsmanna Navalní í Sankti Pétursborg, Krasnojarsk og Jekaterínborg. Ruslan Shaveddinov, aðstoðarmaður Navalní, sakaði rússnesk stjórnvöld um kúgun. „Við verðum að berjast gegn þessu myrkri,“ tísti hann. Aðrir bandamenn Navalní gera lítið úr tilraunum yfirvalda til þess að brjóta mótmælahreyfinguna á bak aftur. „Eins og vanalega halda þeir að ef þeir einangra „leiðtogana“ verði engin mótmæli. Það er auðvitað rangt,“ sagði Leonid Volkov, náinn samstarfsmaður Navalní við Reuters. Óttast um líf Navalní Navalní sjálfur liggur nú á sjúkradeild fangelsis en læknar hans óttast um líf hans. Hann lifði af banatilræði með taugaeitri í fyrra sem hann sakar Pútín forseta um að hafa fyrirskipað. Því hafa stjórnvöld í Kreml neitað. Pútín sjálfur minnist aldrei á Navalní á nafn. Þegar Navalní sneri aftur til Rússlands eftir að hafa legið í dái á sjúkrahúsi í Berlín í janúar var handtekinn við komuna. Hann var í kjölfarið fundinn sekur um að hafa brotið gegn reynslulausn vegna fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjársvik árið 2014. Navalní hefur sagt það mál hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði verið gerræðislegur og óréttlátur. Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní engu að síður að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín á grundvelli dómsins árið 2018.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33 Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Navalní fluttur á sjúkradeild í öðru fangelsi Rússnesk yfirvöld segja að heilsa Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sé „ásættanleg“ eftir að hann var fluttur á fangelsissjúkrahús. Navalní er í hungurverkfalli vegna ófullnægjandi læknisaðstoðar og þjáist af miklum bak- og fótverkjum sem læknar telja ógna lífi hans. 19. apríl 2021 10:33
Munu ekki leyfa Navalní að deyja í fangelsi Sendiherra Rússlands í Bretlandi fullyrðir að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní muni fá nauðsynlega læknisaðstoð í fangelsi, en heilsu hans hefur hrakað til muna frá því að hann hóf hungurverkfall fyrir rúmum tveimur vikum. Hann muni ekki fá að deyja í fangelsi. 18. apríl 2021 20:59