Innlent

Bólusetningardagatalið uppfært

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gert er ráð fyrir því að hefja notkun stóra salarins í Laugardalshöll þegar stórir skammtar af bóluefnum fara að berast.
Gert er ráð fyrir því að hefja notkun stóra salarins í Laugardalshöll þegar stórir skammtar af bóluefnum fara að berast. Vísir/Vilhelm

Bólusetningardagatalið á covid.is hefur verið uppfært en samkvæmt því hefst bólusetning einstaklinga utan áhættuhópa fyrstu eða aðra vikuna í júní.

Til stendur að ljúka bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna í lok maí og bólusetningu 60 ára og eldri í byrjun júní. Þá verður búið að bólusetja einstaklinga með undirliggjandi langvinna sjúkdóma fyrir 1. júní, ef allt fer eftir áætlun.

Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að von væri á 244 þúsund bóluefnaskömmtum frá Pfizer í maí, júní og júlí. Gert er ráð fyrir 70.200 skömmtum í maí, 82.000 skömmtum í júní og 92.000 skömmtum í júlí.

Í þessari viku verða yfir 12.000 einstaklingar bólusettir við Covid-19. Um 9.400 verða bólusettir með bóluefninu frá Pfizer en um 2.600 fá bóluefnið frá Moderna.

Um 40.800 hafa hafið bólusetningu og 29.686 eru fullbólusettir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×