Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2021 15:07 Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í hádeginu. Vísir/Vilhelm „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. Tilefnið er fundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti komu sína á fundinn í gær og áður hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gert slíkt hið sama. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundinum og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Önnur mál ekki rædd á fundi Norðurskautsráðs „Fundurinn verður náttúrulega fyrst og fremst um Norðurslóðamálin. Það hefur verið og er skynsamlegt að í ráðinu er aðeins verið að ræða þau mál. En það segir sig sjálft að það mun ekkert skaða að menn hittast. Það kemur bara gott út úr því,“ segir Guðlaugur Þór. „En það er mikil ánægja að sjá að þeir eru báðir eru búnir að tilkynna þátttöku sína og ég á von á því að hinir mæti líka. Það er stórt mál að við erum að halda þennan fund núna.“ Aðalatriðið sé að þegar komi að samtali sem þessu séu Íslendingar alltaf tilbúnir að liðka fyrir. Það muni ekki standa á Íslendingum að hjálpa til við slíkt. Og bjóða fram húsakost sé þess óskað. Höfði og fleiri fundarstaðir til boða „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ segir Guðlaugur Þór. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í húsinu. Margur góður fundurinn hefur farið fram í Höfða, bæði fyrir þann tíma og eftir. Guðlaugur leggur áherslu að mjög skynsamlegt sé að halda öðrum álitamálum fyrir utan fund Norðurskautsráðsins. Vilji menn ræða önnur mál sé það gert utan fundarins. Hvort það verði þurfi að koma í ljós. En ætli þeir muni gista á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins? „Við munum örugglega finna einhverjar leiðir til að gera þetta þannig að það ógni engu þegar kemur að sóttvörnum. En samt þannig að það verður auðvelt að halda þennan fund.“ Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Tilefnið er fundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti komu sína á fundinn í gær og áður hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gert slíkt hið sama. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundinum og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Önnur mál ekki rædd á fundi Norðurskautsráðs „Fundurinn verður náttúrulega fyrst og fremst um Norðurslóðamálin. Það hefur verið og er skynsamlegt að í ráðinu er aðeins verið að ræða þau mál. En það segir sig sjálft að það mun ekkert skaða að menn hittast. Það kemur bara gott út úr því,“ segir Guðlaugur Þór. „En það er mikil ánægja að sjá að þeir eru báðir eru búnir að tilkynna þátttöku sína og ég á von á því að hinir mæti líka. Það er stórt mál að við erum að halda þennan fund núna.“ Aðalatriðið sé að þegar komi að samtali sem þessu séu Íslendingar alltaf tilbúnir að liðka fyrir. Það muni ekki standa á Íslendingum að hjálpa til við slíkt. Og bjóða fram húsakost sé þess óskað. Höfði og fleiri fundarstaðir til boða „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ segir Guðlaugur Þór. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í húsinu. Margur góður fundurinn hefur farið fram í Höfða, bæði fyrir þann tíma og eftir. Guðlaugur leggur áherslu að mjög skynsamlegt sé að halda öðrum álitamálum fyrir utan fund Norðurskautsráðsins. Vilji menn ræða önnur mál sé það gert utan fundarins. Hvort það verði þurfi að koma í ljós. En ætli þeir muni gista á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins? „Við munum örugglega finna einhverjar leiðir til að gera þetta þannig að það ógni engu þegar kemur að sóttvörnum. En samt þannig að það verður auðvelt að halda þennan fund.“
Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46
Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23