Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2021 15:23 Sergei Lavrov og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. Þetta staðfesti María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands á blaðamannafundi í dag. Ráðherrafundurinn mun fara fram 19. og 20. maí. Fyrst var sagt frá heimsókn Lavrov á vef Fréttablaðsins. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Samband ríkjanna tveggja hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og eiga þau í deilum um fjölmörg málefni. Nú í dag tilkynntu Bandaríkjamenn umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, töluðu nýverið saman í síma og þar lagði Biden til að þeir myndu funda í persónu á næstunni. Ekki er útlit fyrir að af slíkum fundi verði í kjölfar refsiaðgerða Bandaríkjanna. Þetta verður fyrsti fundur Lavrov og Blinken, ef af honum verður. Ekki er fulljóst hvernig fundurinn mun fara fram og hverjir sækja hann. Sakaróva sagði þó Lavrov stefna á að mæta í eigin persónu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur öllum utanríkisráðherrum aðildarlanda, auk leiðtoga frumbyggjasamtaka, verið boðið að koma í eigin persónu en með töluvert minni sendinefndir en gengur og gerist. Þá verður mikil áhersla lögð á sóttvarnir á fundinum. Rússland Bandaríkin Reykjavík Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Þetta staðfesti María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands á blaðamannafundi í dag. Ráðherrafundurinn mun fara fram 19. og 20. maí. Fyrst var sagt frá heimsókn Lavrov á vef Fréttablaðsins. Norðurskautsráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Koma Lavrov til Reykjavíkur er merkileg að því leyti að hér mun hann væntanlega funda með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Samband ríkjanna tveggja hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og eiga þau í deilum um fjölmörg málefni. Nú í dag tilkynntu Bandaríkjamenn umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, töluðu nýverið saman í síma og þar lagði Biden til að þeir myndu funda í persónu á næstunni. Ekki er útlit fyrir að af slíkum fundi verði í kjölfar refsiaðgerða Bandaríkjanna. Þetta verður fyrsti fundur Lavrov og Blinken, ef af honum verður. Ekki er fulljóst hvernig fundurinn mun fara fram og hverjir sækja hann. Sakaróva sagði þó Lavrov stefna á að mæta í eigin persónu. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur öllum utanríkisráðherrum aðildarlanda, auk leiðtoga frumbyggjasamtaka, verið boðið að koma í eigin persónu en með töluvert minni sendinefndir en gengur og gerist. Þá verður mikil áhersla lögð á sóttvarnir á fundinum.
Rússland Bandaríkin Reykjavík Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira