Runólfur sagðist vonast til að meirihlutinn hefði verið í sóttkví.
„Þetta er stór hópsýking og hún getur hæglega breiðst út og orðið miklu stærri,“ hefur RÚV eftir Runólfi.
Meðal þeirra sem greindust voru fimm starfsmenn og sex börn á leikskólanum Jörfa, að því er mbl.is greinir frá. Ekki er búið að skima alla á leikskólanum.
Upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins verður kl. 11. Vísir verður að vanda með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.