Enski boltinn

Chelsea vinnur bikarinn ef marka má söguna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum FA-bikarsins í gær. 
Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum FA-bikarsins í gær.  EPA-EFE/Adam Davy

Ef marka má þær leiktíðir sem Manchester City hefur verið slegið út úr undanúrslitum enska FA-bikarsins í knattspyrnu til þessa undir Pep Guardiola er ljóst að Chelsea verður bikarmeistari þann 15. maí næstkomandi.

Á sínum fimm árum með Manchester City hefur Pep Guardiola tvívegis dottið út í undanúrslitum. Í bæði skiptin var það Arsenal sem sló lið hans út og fór í úrslit. Í bæði skiptin varð Arsenal bikarmeistari, árin 2017 og 2020.

Samkvæmt þessu er ljóst að Chelsea verður bikarmeistari þann 15. maí en þá mætir liðið annað hvort Leicester City eða Southampton. Þau mætast í síðari undanúrslitaleik FA-bikarsins í dag klukkan 17.30.

Leikur Leicester City og Southampton verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst tíu mínútum áður en leikurinn byrjar eða klukkan 17.20.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×