Flick staðfestir að hann hætti með Bayern í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2021 19:16 Flick í leiknum í dag. Eftir leik staðfesti hann brottför sína í sumar. EPA-EFE/MARTIN ROSE Hans-Dieter Flick, þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern staðfesti eftir 3-2 sigur liðsins í dag að hann myndi hætta með liðið í sumar. Undanfarnar vikur hafa orðrómar verið á kreiki um að Hansi Flick myndi hætta með Þýskalandsmeistara Bayern að loknu tímabilinu og taka við þýska landsliðinu. Þjálfarinn staðfesti þá orðróma sjálfur í dag að loknum 3-2 sigri liðsins á Wolfsburg. Hansi Flick has decided to leave Bayern Münich! He won t be the manager next season. Flick has just announced his official decision, also communicated to board and players. Nagelsmann will be the main target as new Bayern manager - not easy negotiation with RB Leipzig. #Bayern— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 17, 2021 Hinn 56 ára gamli Flick tók við stjórnartaumunum hjá Bayern er Króatinn Niko Kovac var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann gerði sér lítið fyrir og vann allt sem hægt var að vinna með Bæjara, þar á meðal þýska meistaratitilinn sem og Meistaradeild Evrópu. Flick vildi styrkja lið Bæjara fyrir komandi tímabil en fékk það ekki. Síðan þá hafa verið orðrómar á kreiki um ósætti milli hans og stjórnarmanna félagsins. Eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni var það svo gott sem staðfest að Flick myndi segja starfi sínu lausu að loknu tímabilinu. Hann hefur nú staðfest það sjálfur og er því nær öruggt að Flick taki við þýska landsliðinu eftir EM í sumar. Það stefnir allt í að Bayern verji titilinn enn og aftur heima fyrir en liðið er með sjö stiga forystu á RB Leipzig þegar fimm umferðir eru eftir. Óvíst er hver tekur við Þýskalandsmeisturunum en bæði Julian Nagelsmann og Jurgen Klopp hafa verið orðaður við starfið. Fótbolti Þýski boltinn Þýskaland Tengdar fréttir Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01 Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01 Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01 Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa orðrómar verið á kreiki um að Hansi Flick myndi hætta með Þýskalandsmeistara Bayern að loknu tímabilinu og taka við þýska landsliðinu. Þjálfarinn staðfesti þá orðróma sjálfur í dag að loknum 3-2 sigri liðsins á Wolfsburg. Hansi Flick has decided to leave Bayern Münich! He won t be the manager next season. Flick has just announced his official decision, also communicated to board and players. Nagelsmann will be the main target as new Bayern manager - not easy negotiation with RB Leipzig. #Bayern— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 17, 2021 Hinn 56 ára gamli Flick tók við stjórnartaumunum hjá Bayern er Króatinn Niko Kovac var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann gerði sér lítið fyrir og vann allt sem hægt var að vinna með Bæjara, þar á meðal þýska meistaratitilinn sem og Meistaradeild Evrópu. Flick vildi styrkja lið Bæjara fyrir komandi tímabil en fékk það ekki. Síðan þá hafa verið orðrómar á kreiki um ósætti milli hans og stjórnarmanna félagsins. Eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni var það svo gott sem staðfest að Flick myndi segja starfi sínu lausu að loknu tímabilinu. Hann hefur nú staðfest það sjálfur og er því nær öruggt að Flick taki við þýska landsliðinu eftir EM í sumar. Það stefnir allt í að Bayern verji titilinn enn og aftur heima fyrir en liðið er með sjö stiga forystu á RB Leipzig þegar fimm umferðir eru eftir. Óvíst er hver tekur við Þýskalandsmeisturunum en bæði Julian Nagelsmann og Jurgen Klopp hafa verið orðaður við starfið.
Fótbolti Þýski boltinn Þýskaland Tengdar fréttir Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01 Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01 Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01 Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01
Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01
Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01
Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn