Fótbolti

Segist ekki vera í við­ræðum við Bayern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nei, ég er ekki í viðræðum við Bayern, segir Nagelsmann.
Nei, ég er ekki í viðræðum við Bayern, segir Nagelsmann. Vincent Mignott/DeFodi Images

Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen.

Sögusagnir hafa borist af því undanfarið að Hansi Flick gæti hætt sem þjálfari þýsku meistarana eftir leiktíðina og Julian Nagelsmann ku vera næstur í röðinni.

Flick hefur lent upp á kant við stjórnarmenn félagsins og hann gæti tekið við þýska landsliðinu eftir EM í sumar er Joachim Löw hættir sem þýskur landsliðsþjálfari.

Því hefur verið rætt um Nagelsmann sem arftaka Flicks en Nagelsmann hefur neitað þessu, samkvæmt fjölmiðlinum GOAL.

Nagelsmann er nú þjálfari RB Leipzig í Þýskalandi en hann hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum heims.

Bayern féll úr leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi þrátt fyrir 1-0 sigur gegn PSG í síðari leik liðanna í átta liða úrslitunum.

Í Þýskalandi eru Bæjarar með fimm stiga forystu á lærisveina Nagelsmanns í Leipzig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.