Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 11:01 Gæti Klopp verið á leið til Þýskalands á nýjan leik? Marton Monus/Getty Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. Hansi Flick hefur komið öllum á óvart síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern í nóvember 2019. Liðið vann alla þá bikar sem það gat unnið á síðustu leiktíð og er í harðri baráttu um tvo stærstu titlana í ár, þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Bayern Munich will reportedly try to bring Jurgen Klopp to the Bundesliga club... but it all depends on the Germany manager job!More #bbcfootball #lfc— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2021 Það ku vera ólga innan herbúða Bayern þar sem Flick er ekki á allt sáttur með leikmannahóp sinn. Hann hefði viljað fá að styrkja liðið betur síðasta sumar vitandi að tímabilið í ár yrði einkar erfitt vegna kórónufaraldursins. Flick telur stjórnarmenn liðsins ekki hafa sýnt því nægilegan skilning. Hinn 56 ára gamli Flick er talinn horfa til þýska landsliðsins en hann var aðstoðarþjálfari þar frá árinu 2006 til 2014. Talið er að þýska knattspyrnusambandið vilji fá Flick til að leysa Joachim Löw af hólmi. Löw hættir með liðið að loknu Evrópumótinu í sumar. Bayern hefur lítinn áhuga á að missa Flick en ef svo fer þá horfa Þýskalandsmeistararnir til Englands. Bæjarar vilja allavega taka stöðuna á Klopp og sjá hversu ánægður hann er í Liverpool-borg. Hansi Flick hefur áhuga á að taka við þýska landsliðinu í sumar.vísir/getty Klopp er einnig talinn ósáttur með yfirmenn sína. Þeir fjármögnuðu ekki kaupin á Timo Werner síðasta sumar, gáfu honum ekki fjármagn til að festa kaup á nýjum miðverði og neita að gefa Georginio Wijnaldum nýjan samning. Forráðamenn Bayern gera sér grein fyrir að það er nær ómögulegt að sannfæra Klopp um að yfirgefa Liverpool en þeir eru samt sem áður tilbúnir að láta á slag standa. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Hansi Flick hefur komið öllum á óvart síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Bayern í nóvember 2019. Liðið vann alla þá bikar sem það gat unnið á síðustu leiktíð og er í harðri baráttu um tvo stærstu titlana í ár, þýska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu. Bayern Munich will reportedly try to bring Jurgen Klopp to the Bundesliga club... but it all depends on the Germany manager job!More #bbcfootball #lfc— BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2021 Það ku vera ólga innan herbúða Bayern þar sem Flick er ekki á allt sáttur með leikmannahóp sinn. Hann hefði viljað fá að styrkja liðið betur síðasta sumar vitandi að tímabilið í ár yrði einkar erfitt vegna kórónufaraldursins. Flick telur stjórnarmenn liðsins ekki hafa sýnt því nægilegan skilning. Hinn 56 ára gamli Flick er talinn horfa til þýska landsliðsins en hann var aðstoðarþjálfari þar frá árinu 2006 til 2014. Talið er að þýska knattspyrnusambandið vilji fá Flick til að leysa Joachim Löw af hólmi. Löw hættir með liðið að loknu Evrópumótinu í sumar. Bayern hefur lítinn áhuga á að missa Flick en ef svo fer þá horfa Þýskalandsmeistararnir til Englands. Bæjarar vilja allavega taka stöðuna á Klopp og sjá hversu ánægður hann er í Liverpool-borg. Hansi Flick hefur áhuga á að taka við þýska landsliðinu í sumar.vísir/getty Klopp er einnig talinn ósáttur með yfirmenn sína. Þeir fjármögnuðu ekki kaupin á Timo Werner síðasta sumar, gáfu honum ekki fjármagn til að festa kaup á nýjum miðverði og neita að gefa Georginio Wijnaldum nýjan samning. Forráðamenn Bayern gera sér grein fyrir að það er nær ómögulegt að sannfæra Klopp um að yfirgefa Liverpool en þeir eru samt sem áður tilbúnir að láta á slag standa.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira