Til rannsóknar hvort fermingarbúðir 140 ungmenna standist sóttvarnareglur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 10:44 Frá Osló í Noregi. Gjøvik er í um 130 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. Getty Norska lögreglan hefur til rannsóknar hvort sóttvarnareglur hafi verið brotnar þegar 140 fermingarbörn komu saman til fermingarfræðslu í Gjøvik síðustu helgi. Þátttakendur voru fermingarbörn úr fimm sveitarfélögum sem komu saman í Campus Arena í Gjøvik en viðburðurinn var liður í borgaralegri fermingarfræðslu á vegum samtakanna Human-Etisk. NRK greinir frá þessu í dag þar sem vitnað er í frétt norska blaðsins Oppland Arbeiderblad. Haft er eftir stúlku sem stödd var á svæðinu að ungmennin hafi setið þétt saman og að sóttvörnum hafi verið ábótavant. Sveitarstjóri í Gjøvik gagnrýnir að ungmennum úr fimm sveitarfélögum hafi verið hópað saman til að sækja viðburðinn sem stóð yfir dagana 10. til 11. apríl. „Við viljum forðast fjöldasamkomur þar sem fólk frá ólíkum sveitarfélögum kemur saman. Það eykur hættuna á að því að einhver beri með sér smit sem getur breiðst út,“ segir Siri Fuglem Berg, sveitarstjóri. Samkomuhúsið Campus Arena er í eigu sveitarfélagsins sem leigða það út til samtakanna. Við undirbúning viðburðarins var send fyrirspurn til sveitarfélagsins. Svar sveitarfélagsins var á þá leið að viðburðurinn væri á mörkum þess að falla undir skilgreiningu þeirrar tegundar viðburða sem heimilt er að halda samkvæmt sóttvarnareglum og því væri ekki ráðlagt að halda viðburðinn. „Við mæltum einnig með því að þau myndu skoða að halda viðburðinn rafrænt og að ekki ætti að safna saman þátttakendum frá mismunandi sveitarfélögum,“ segir Fuglem. „Sama hvernig það er skilgreint þá hljómar ekki skynsamlega að safna saman svona mörgum á einn stað.“ Samtökin Human-Etisk halda því fram að vel hafi verið hugað að gildandi sóttvarnareglum. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
NRK greinir frá þessu í dag þar sem vitnað er í frétt norska blaðsins Oppland Arbeiderblad. Haft er eftir stúlku sem stödd var á svæðinu að ungmennin hafi setið þétt saman og að sóttvörnum hafi verið ábótavant. Sveitarstjóri í Gjøvik gagnrýnir að ungmennum úr fimm sveitarfélögum hafi verið hópað saman til að sækja viðburðinn sem stóð yfir dagana 10. til 11. apríl. „Við viljum forðast fjöldasamkomur þar sem fólk frá ólíkum sveitarfélögum kemur saman. Það eykur hættuna á að því að einhver beri með sér smit sem getur breiðst út,“ segir Siri Fuglem Berg, sveitarstjóri. Samkomuhúsið Campus Arena er í eigu sveitarfélagsins sem leigða það út til samtakanna. Við undirbúning viðburðarins var send fyrirspurn til sveitarfélagsins. Svar sveitarfélagsins var á þá leið að viðburðurinn væri á mörkum þess að falla undir skilgreiningu þeirrar tegundar viðburða sem heimilt er að halda samkvæmt sóttvarnareglum og því væri ekki ráðlagt að halda viðburðinn. „Við mæltum einnig með því að þau myndu skoða að halda viðburðinn rafrænt og að ekki ætti að safna saman þátttakendum frá mismunandi sveitarfélögum,“ segir Fuglem. „Sama hvernig það er skilgreint þá hljómar ekki skynsamlega að safna saman svona mörgum á einn stað.“ Samtökin Human-Etisk halda því fram að vel hafi verið hugað að gildandi sóttvarnareglum.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira