„Stjarnfræðilega meiri ávinningur í að nota AstraZeneca en hætta því“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2021 20:31 Yfirlæknir í blóðmeinafræði mælir með notkun AstraZeneca bóluefnisins fyrir alla nema fólk í áhættuhópum. Ávinningurinn sé stjarnfræðilega meiri en að hætta að nota efnið líkt og Danir. Sjötíu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni hér á landi. Lyfjastofnun hefur fengið ríflega sjöhundruð tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bóluefna. Langflestar vegna AstaZenega eða 301 þar af eru 15 alvarlegar. Næst kemur bóluefni Pfizer og fæstar tilkynningar um aukaverkanir eru á bóluefni Modernar. Alls eru 48 tilkynningar alvarlegar, tilkynnt hefur verið um 16 andlát og níu vegna blóðtappa. Fimm hafa tilkynnt um blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca, þrír eftir bóluefni Pfizer og einn eftir Moderna. Páll Torfi Önundarson yfirflæknir í blóðmeinafræði segir þessar tilkynningar um blóðtappa eftir bóluefni í takt við það sem hefði mátt búast við almennt í samfélaginu og því séu ekki endilega tengsl milli þeirra og bóluefnanna. „Þetta fellur alveg innan þeirrar áhættu sem við gætum búist við hvort eð er,“ segir Páll. Hættan á alvarlegum blóðtappa vegna AstraZeneca er metin einn á hverja tvöhundruð þúsund hjá Bretum, einn á hverja fjörutíu þúsund hjá Dönum og Norðmönnum en Danir hafa alveg ákveðið að hætta að nota bóluefnið og Norðmenn hafa gert þriggja vikna hlé á notkun þessi. Og einn á hverja þrjúhundruð þúsund í Evrópu. Páll skilaði sóttvarnalækni minnisblaði um áhættu á að nota Astr Zeneca. Þar ráðleggur hann að konum 55 ára og yngri sé ekki gefið bóluefnið og áhættuhópum. Páll segir aukaverkunina alvarlega en afar sjaldgæfa. „Áhættan er skelfilega lítil af því því að fá þessa alvarlegu tegund blóðtappa þó hún sé alvarleg fyrir þann sem fær aukaverkunina. Hér á landi hafa engin slík tilfelli komið fram,“ segir Páll. Hann segir Dani glíma við lúxusvandamál. „Það að þeir hætti alfarið að nota Astra Zeneca er lúxus, þeir hafa möguleika á að nota önnur bóluefni. En þeir seinka þá því að fá hjarðónæmið því þeir seinka því að allir verði bólusettir. Trúlega er ávinningurinn af því að nota þetta bóluefni stjarnfræðilega meiri en áhættan.,“ segir hann. Páll segir um hættuna á að fá blóðtappa sé fólk með Covid-19. „Fólk sem er með Covid á svo alvarlegu stigi að það er á gjörgæslu í öndunarvél er vissulega í aukinni hættu á að fá blóðtappa. En það á líka við um aðra sjúkdóma þar sem fólk lendir í slíku. Aðrir sem fá sjúkdóminn eru ekki í meiri hættu en almennt gerist og gengur, alla vega það hefur ekki enn verið sýnt fram á tengsl milli þess,“ segir Páll. Lengra viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Pál Torfa Önundarson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Sjötíu þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni hér á landi. Lyfjastofnun hefur fengið ríflega sjöhundruð tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bóluefna. Langflestar vegna AstaZenega eða 301 þar af eru 15 alvarlegar. Næst kemur bóluefni Pfizer og fæstar tilkynningar um aukaverkanir eru á bóluefni Modernar. Alls eru 48 tilkynningar alvarlegar, tilkynnt hefur verið um 16 andlát og níu vegna blóðtappa. Fimm hafa tilkynnt um blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefni AstraZeneca, þrír eftir bóluefni Pfizer og einn eftir Moderna. Páll Torfi Önundarson yfirflæknir í blóðmeinafræði segir þessar tilkynningar um blóðtappa eftir bóluefni í takt við það sem hefði mátt búast við almennt í samfélaginu og því séu ekki endilega tengsl milli þeirra og bóluefnanna. „Þetta fellur alveg innan þeirrar áhættu sem við gætum búist við hvort eð er,“ segir Páll. Hættan á alvarlegum blóðtappa vegna AstraZeneca er metin einn á hverja tvöhundruð þúsund hjá Bretum, einn á hverja fjörutíu þúsund hjá Dönum og Norðmönnum en Danir hafa alveg ákveðið að hætta að nota bóluefnið og Norðmenn hafa gert þriggja vikna hlé á notkun þessi. Og einn á hverja þrjúhundruð þúsund í Evrópu. Páll skilaði sóttvarnalækni minnisblaði um áhættu á að nota Astr Zeneca. Þar ráðleggur hann að konum 55 ára og yngri sé ekki gefið bóluefnið og áhættuhópum. Páll segir aukaverkunina alvarlega en afar sjaldgæfa. „Áhættan er skelfilega lítil af því því að fá þessa alvarlegu tegund blóðtappa þó hún sé alvarleg fyrir þann sem fær aukaverkunina. Hér á landi hafa engin slík tilfelli komið fram,“ segir Páll. Hann segir Dani glíma við lúxusvandamál. „Það að þeir hætti alfarið að nota Astra Zeneca er lúxus, þeir hafa möguleika á að nota önnur bóluefni. En þeir seinka þá því að fá hjarðónæmið því þeir seinka því að allir verði bólusettir. Trúlega er ávinningurinn af því að nota þetta bóluefni stjarnfræðilega meiri en áhættan.,“ segir hann. Páll segir um hættuna á að fá blóðtappa sé fólk með Covid-19. „Fólk sem er með Covid á svo alvarlegu stigi að það er á gjörgæslu í öndunarvél er vissulega í aukinni hættu á að fá blóðtappa. En það á líka við um aðra sjúkdóma þar sem fólk lendir í slíku. Aðrir sem fá sjúkdóminn eru ekki í meiri hættu en almennt gerist og gengur, alla vega það hefur ekki enn verið sýnt fram á tengsl milli þess,“ segir Páll. Lengra viðtal við Pál má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Pál Torfa Önundarson
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. 16. apríl 2021 14:02