Erlent

Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Biden og Pútín á fundi árið 2011 þegar Biden var varaforseti Bandaríkjanna.
Biden og Pútín á fundi árið 2011 þegar Biden var varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA

Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir.

Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að umræddar refsiaðgerðir gætu komið til framkvæmda bráðlega, jafnvel strax í dag. Í aðgerðunum felst brottrekstur að minnsta kosti tíu rússneskra erindreka.

Refsiaðgerðirnar verða líka viðskiptalegs eðlis en gert er ráð fyrir að Bandaríkjaforseti muni undirrita forsetatilskipun sem bannar bandarískum fjármálastofnunum að kaupa skuldabréf í rúblum frá og með júní næstkomandi.

Þessar vendingar eru til marks um versnandi samskipti þjóðanna tveggja. Á símafundi þjóðarleiðtoganna á þriðjudag kom Biden Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, í skilning um að hann myndi beita hörku til að verja þjóðarhag.

Biden stakk þá einnig upp á því að þeir myndu hittast á fundi sem hvorki myndi fara fram í Bandaríkjunum né Rússlandi til að reyna að finna leiðir til sátta.


Tengdar fréttir

Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali

Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum.

Rússar kalla sendiherra sinn heim vegna ummæla Biden um Pútín

Stjórnvöld í Kreml hafa kalla rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða vegna ummæla Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Vladímír Pútín, rússneski starfsbróðir hans, sé „morðingi“ sem muni súpa seyðið af því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust.

Telur Biden sjá sjálfan sig í sér

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.