Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2021 07:33 Biden og Pútín á fundi árið 2011 þegar Biden var varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að umræddar refsiaðgerðir gætu komið til framkvæmda bráðlega, jafnvel strax í dag. Í aðgerðunum felst brottrekstur að minnsta kosti tíu rússneskra erindreka. Refsiaðgerðirnar verða líka viðskiptalegs eðlis en gert er ráð fyrir að Bandaríkjaforseti muni undirrita forsetatilskipun sem bannar bandarískum fjármálastofnunum að kaupa skuldabréf í rúblum frá og með júní næstkomandi. Þessar vendingar eru til marks um versnandi samskipti þjóðanna tveggja. Á símafundi þjóðarleiðtoganna á þriðjudag kom Biden Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, í skilning um að hann myndi beita hörku til að verja þjóðarhag. Biden stakk þá einnig upp á því að þeir myndu hittast á fundi sem hvorki myndi fara fram í Bandaríkjunum né Rússlandi til að reyna að finna leiðir til sátta. Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02 Rússar kalla sendiherra sinn heim vegna ummæla Biden um Pútín Stjórnvöld í Kreml hafa kalla rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða vegna ummæla Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Vladímír Pútín, rússneski starfsbróðir hans, sé „morðingi“ sem muni súpa seyðið af því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust. 18. mars 2021 09:07 Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að umræddar refsiaðgerðir gætu komið til framkvæmda bráðlega, jafnvel strax í dag. Í aðgerðunum felst brottrekstur að minnsta kosti tíu rússneskra erindreka. Refsiaðgerðirnar verða líka viðskiptalegs eðlis en gert er ráð fyrir að Bandaríkjaforseti muni undirrita forsetatilskipun sem bannar bandarískum fjármálastofnunum að kaupa skuldabréf í rúblum frá og með júní næstkomandi. Þessar vendingar eru til marks um versnandi samskipti þjóðanna tveggja. Á símafundi þjóðarleiðtoganna á þriðjudag kom Biden Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, í skilning um að hann myndi beita hörku til að verja þjóðarhag. Biden stakk þá einnig upp á því að þeir myndu hittast á fundi sem hvorki myndi fara fram í Bandaríkjunum né Rússlandi til að reyna að finna leiðir til sátta.
Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02 Rússar kalla sendiherra sinn heim vegna ummæla Biden um Pútín Stjórnvöld í Kreml hafa kalla rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða vegna ummæla Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Vladímír Pútín, rússneski starfsbróðir hans, sé „morðingi“ sem muni súpa seyðið af því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust. 18. mars 2021 09:07 Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02
Rússar kalla sendiherra sinn heim vegna ummæla Biden um Pútín Stjórnvöld í Kreml hafa kalla rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða vegna ummæla Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Vladímír Pútín, rússneski starfsbróðir hans, sé „morðingi“ sem muni súpa seyðið af því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust. 18. mars 2021 09:07
Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25