Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30. Vísir

Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tugir bíða endurhæfingar.

Fjallað verður um þá ákvörðun Dana að nota ekki bóluefni AstraZeneca. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engar fyrirætlanir um slíkt á Íslandi og veltir upp þeim möguleika að kaupa skammtana sem Danir eiga.

Í fréttatímanum verður að auki rætt við Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um þá ákvörðun að hámarkshraði á götum borgarinnar verði 50 kílómetrar á klukkustund og greining Seðlabankans á efnahagslífinu verður gerð skil en miklar áhyggjur eru af skorti á húsnæði í höfuðborginni sem getur leitt til bólumyndunar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.