Innlent

39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands

Samúel Karl Ólason skrifar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í morgun að samkomulag hefði náðst um afhendingu skammtanna.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í morgun að samkomulag hefði náðst um afhendingu skammtanna. Vísir/Sigurjón

Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi.

Samkvæmt tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að skammtarnir dugi til að bólusetja um 96 þúsund einstaklinga.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í morgun að samkomulag hefði náðst um afhendingu skammtanna en áður áttu þeir að berast á síðasta ársfjórðungi 2021.

Sjá einnig: Pfizer flýtir afhendingu bóluefna til Evrópu

Ísland tekur þátt í samstarfi Evrópuþjóða um bóluefnakaup og er þeim útdeilt hlutfallslega miðað við íbúafjölda til ríkja. Finna má ýmsar upplýsingar um bólusetningu hér á landi hér á vef almannavarna.


Tengdar fréttir

Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina

Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna.

Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð

Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir.

Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag.

Einn greindist innan­lands

Einn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví við greiningu.

Fleiri bólusettir í dag en búist var við

Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×