Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 10:31 Hansi Flick fór ótroðnar slóðir í leit að sigurmarki í gær. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Liðin mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og því var mikil spenna fyrir einvígi þeirra í 8-liða úrslitum. Það olli ekki vonbrigðum þó fjölda lykilmanna hafi vantað. Í raun má segja að skortur á lykilmönnum hafi gert leikina jafn skemmtilega og raun bar vitni. Bæjarar voru án markakóngsins Robert Lewandowski sem og vængmannsins Serge Gnabry í báðum leikjunum. Douglas Costa var einnig fjarri góðu gamni og til að bæta gráu ofan á svart meiddust þeir Niklas Süle og Leon Goretzka í fyrri hálfleik er liðin mættust í Þýskalandi fyrir viku. Var hvorugur með í gærkvöld. Staðan var ekki mikið skárri hjá PSG en ítölsku landsliðsmennirnir Alessandro Florenzi og Marco Veratti voru fjarverandi í báðum leikjunum sem og Mauro Icardi og Layvin Kurzawa. Marquinhos, fyrirliði liðsins, meiddist er hann skoraði í fyrri leiknum og var því upp í stúku í gær. Öll þessi meiðsli gerðu það að verkum að leikmenn sem hefðu öllu jafnan setið á tréverkinu spiluðu leikina. Úr varð stórskemmtilegt einvígi og þó leiknum í gær hafi lokið með 1-0 sigri PSG hefðu mörkin að öllu jafna verið fleiri. Það sem vakti mikla athygli var ákvörðun Hansa Flick, þjálfara Bayern. Í leit að marki tók hann Eric Maxim Choupo-Moting, framherja liðsins og markaskorara í báðum leikjunum, af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Inn af bekknum kom Javier Martinez, djúpur miðjumaður sem lék oftar en ekki sem miðvörður undir stjórn Pep Guardiola. Hann hefur ekki skorað það sem af er leiktíð og raunar hefur Martinez aðeins skorað 14 mörk í 264 leikjum fyrir Bayern. Mögulega var Choupo-Moting algjörlega búinn á því og varamannabekkur Bæjara bauð ekki upp á marga valkosti. Javier Martinez náði ekki að setja mark sitt á leikinn og snerti boltann aðeins einu sinni meðan hann var á vellinum.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Martinez virtist vera sendur inn til að valda usla ofarlega á vellinum, vinna skallabolta og almennt vera með læti. Hann náði hins vegar engum takti við leikinn og var aldrei nálægt boltanum þegar hann loks kom inn á teig PSG. Til að mynda var Kingsley Coman að vinna skallabolta nánast inn í markteig Parísarliðsins á meðan Martinez var enn á leið inn í teig. Hópurinn er þunnur og þegar Flick renndi yfir bekkinn í leit að leikmanni sem gæti komið liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar þá var ekkert augljóst svar. Því ákvað hann að henda inn á leikmanni sem hefur lítið spilað og verður samningslaus í sumar. Sama hvað var á bakvið ákvörðun Flick þá gekk hún engan veginn upp og Bayern er úr leik. Mögulega var þjálfarinn að senda stjórn Bayern skýr skilaboð. Flick vildi styrkja liðið fyrir leiktíðina en fékk það ekki í gegn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Liðin mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og því var mikil spenna fyrir einvígi þeirra í 8-liða úrslitum. Það olli ekki vonbrigðum þó fjölda lykilmanna hafi vantað. Í raun má segja að skortur á lykilmönnum hafi gert leikina jafn skemmtilega og raun bar vitni. Bæjarar voru án markakóngsins Robert Lewandowski sem og vængmannsins Serge Gnabry í báðum leikjunum. Douglas Costa var einnig fjarri góðu gamni og til að bæta gráu ofan á svart meiddust þeir Niklas Süle og Leon Goretzka í fyrri hálfleik er liðin mættust í Þýskalandi fyrir viku. Var hvorugur með í gærkvöld. Staðan var ekki mikið skárri hjá PSG en ítölsku landsliðsmennirnir Alessandro Florenzi og Marco Veratti voru fjarverandi í báðum leikjunum sem og Mauro Icardi og Layvin Kurzawa. Marquinhos, fyrirliði liðsins, meiddist er hann skoraði í fyrri leiknum og var því upp í stúku í gær. Öll þessi meiðsli gerðu það að verkum að leikmenn sem hefðu öllu jafnan setið á tréverkinu spiluðu leikina. Úr varð stórskemmtilegt einvígi og þó leiknum í gær hafi lokið með 1-0 sigri PSG hefðu mörkin að öllu jafna verið fleiri. Það sem vakti mikla athygli var ákvörðun Hansa Flick, þjálfara Bayern. Í leit að marki tók hann Eric Maxim Choupo-Moting, framherja liðsins og markaskorara í báðum leikjunum, af velli þegar fimm mínútur lifðu leiks. Inn af bekknum kom Javier Martinez, djúpur miðjumaður sem lék oftar en ekki sem miðvörður undir stjórn Pep Guardiola. Hann hefur ekki skorað það sem af er leiktíð og raunar hefur Martinez aðeins skorað 14 mörk í 264 leikjum fyrir Bayern. Mögulega var Choupo-Moting algjörlega búinn á því og varamannabekkur Bæjara bauð ekki upp á marga valkosti. Javier Martinez náði ekki að setja mark sitt á leikinn og snerti boltann aðeins einu sinni meðan hann var á vellinum.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Martinez virtist vera sendur inn til að valda usla ofarlega á vellinum, vinna skallabolta og almennt vera með læti. Hann náði hins vegar engum takti við leikinn og var aldrei nálægt boltanum þegar hann loks kom inn á teig PSG. Til að mynda var Kingsley Coman að vinna skallabolta nánast inn í markteig Parísarliðsins á meðan Martinez var enn á leið inn í teig. Hópurinn er þunnur og þegar Flick renndi yfir bekkinn í leit að leikmanni sem gæti komið liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar þá var ekkert augljóst svar. Því ákvað hann að henda inn á leikmanni sem hefur lítið spilað og verður samningslaus í sumar. Sama hvað var á bakvið ákvörðun Flick þá gekk hún engan veginn upp og Bayern er úr leik. Mögulega var þjálfarinn að senda stjórn Bayern skýr skilaboð. Flick vildi styrkja liðið fyrir leiktíðina en fékk það ekki í gegn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00 Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. 13. apríl 2021 21:00
Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. 14. apríl 2021 08:01