Erlent

Sonurinn grunaður um morðið

Atli Ísleifsson skrifar
Tor Kjærvik var skotinn til bana í gærkvöldi.
Tor Kjærvik var skotinn til bana í gærkvöldi. Wikipedia Commons/Sean Hayford O'Leary

Maðurinn sem er í haldi norsku lögreglunnar og grunaður um að hafa skotið lögfræðinginn Tor Kjærvik til bana, er sonur Kjærvik.

Þetta hefur norska lögreglan staðfest við norska fjölmiðla. John Christian Elden, verjandi mannsins, segir að deilur feðganna hafi náð yfir lengri tíma. Sonurinn er jafnframt grunaður um að hafa reynt að bana sambýliskonu föður síns.

Greint var frá því í morgun að Tor Kjærvik, sem er einn þekktasti lögfræðingur Noregs, hafi verið myrtur í íbúð í hverfinu Røa í höfuðborginni Osló í gærkvöldi.

Maður á fertugsaldri var handtekinn skömmu síðar vegna gruns um að hafa banað Kjærvik. Nú hefur fengist staðfest að umræddur maður sé sonur Kjærvik.

Nágrannar sögðust hafa heyrt sjö skothljóð og svo mikið öskur í gærkvöldi. Skömmu síðar hafi svo heyrst hróp úti á götu og sést til manns með skotvopn hlaupa yfir götu.

Kjærvik er vel þekktur í Noregi, en hann var meðal annars verjandi sakborninga í Orderud-málinu svokallaða þar sem þrír voru skotnir til bana á heimili í Sørum í maí 1999.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×