Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2021 11:48 Í dag er stefnt að því að klára að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnana og hluta fólks sem er sextíu og fimm ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma. Vísir/Vilhelm Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins reiknar með að um fimm þúsund manns verði bólusettir gegn covid 19 í Laugardalshöll í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir fólk með undirliggjandi sjúkdóma að bíða rólegt fram í maí þótt það fái ekki boðun í bólusetningu. Boðað sé eftir aldri og alvarleika sjúkdómanna.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er stór dagur hjá okkur í dag. Fimm þúsund manna dagur eins og við köllum þá. Þá erum við að keyra á fullu gasi í Laugardalshöllinni. Þetta er Pfizer sem við erum að vinna með í dag og við erum að klára núna heilbrigðisstarfsfólk sem er utan stofnana. Við erum svo aðeins að teygja okkur inn í fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Ragnheiður Ósk. Síðar nefndi hópurinn verði þó ekki kláraður í dag en boðað sé eftir gögnum frá Landlæknisembættinu sem dregin séu út úr sjúkraskrám fólks og boðað eftir sjúkdómsgreiningum.Þannig verði hluti fólks sem er sextíu og fimm ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma boðað í dag. Í dag verður byrjað að bólusetja fólk sem er sextíu og fimm ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma.Vísir/Vilhelm „Þannig að þetta eru alls ekki allir. Ég bið því fólk að vera rólegt þótt það hafi ekki fengið boðun í dag. Þá verður það í næstu viku líka, sami hópur, sextíu og fimm plús með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta er raðað eftir alvarleika. Þannig að við byrjum á þeim hópi fólks sem er með alvarlegustu sjúkdómana og síðan koll af kolli,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar. Fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma ætti ekki að hafa samband fyrr en komið væri inn í maí ef það hafi ekki fengið boðun. Ragnheiður segir útlitið ágætt út þennan mánuð varðandi bólusetningar. „Það eru að stækka Pfizer skammtarnir sem við erum að fá og Moderna skammtarnir. Svo er von á Jansen líka. Þannig að þetta er allt að koma,“ segir Ragnheiður Ósk. Markmiðið sé að bólusetja með öllu því bóluefni sem fáist hverju sinni og því komið fljótt og vel í landann. Mikilvægt sé að fólk mæti vel undirbúið í Laugardalshöll. „Fylgjast bara vel með hvernig þetta gengur fyrir sig. Mæta í stuttermabol innanklæða og vera tilbúinn bara,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59 „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins reiknar með að um fimm þúsund manns verði bólusettir gegn covid 19 í Laugardalshöll í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir fólk með undirliggjandi sjúkdóma að bíða rólegt fram í maí þótt það fái ekki boðun í bólusetningu. Boðað sé eftir aldri og alvarleika sjúkdómanna.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er stór dagur hjá okkur í dag. Fimm þúsund manna dagur eins og við köllum þá. Þá erum við að keyra á fullu gasi í Laugardalshöllinni. Þetta er Pfizer sem við erum að vinna með í dag og við erum að klára núna heilbrigðisstarfsfólk sem er utan stofnana. Við erum svo aðeins að teygja okkur inn í fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Ragnheiður Ósk. Síðar nefndi hópurinn verði þó ekki kláraður í dag en boðað sé eftir gögnum frá Landlæknisembættinu sem dregin séu út úr sjúkraskrám fólks og boðað eftir sjúkdómsgreiningum.Þannig verði hluti fólks sem er sextíu og fimm ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma boðað í dag. Í dag verður byrjað að bólusetja fólk sem er sextíu og fimm ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma.Vísir/Vilhelm „Þannig að þetta eru alls ekki allir. Ég bið því fólk að vera rólegt þótt það hafi ekki fengið boðun í dag. Þá verður það í næstu viku líka, sami hópur, sextíu og fimm plús með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta er raðað eftir alvarleika. Þannig að við byrjum á þeim hópi fólks sem er með alvarlegustu sjúkdómana og síðan koll af kolli,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar. Fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma ætti ekki að hafa samband fyrr en komið væri inn í maí ef það hafi ekki fengið boðun. Ragnheiður segir útlitið ágætt út þennan mánuð varðandi bólusetningar. „Það eru að stækka Pfizer skammtarnir sem við erum að fá og Moderna skammtarnir. Svo er von á Jansen líka. Þannig að þetta er allt að koma,“ segir Ragnheiður Ósk. Markmiðið sé að bólusetja með öllu því bóluefni sem fáist hverju sinni og því komið fljótt og vel í landann. Mikilvægt sé að fólk mæti vel undirbúið í Laugardalshöll. „Fylgjast bara vel með hvernig þetta gengur fyrir sig. Mæta í stuttermabol innanklæða og vera tilbúinn bara,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59 „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59
„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26