Innlent

Þúsundir skammta af bólu­efni til landsins í vikunni

Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Fyrstu skammtar af bóluefni Jannsen verða afhentir hér á landi á miðvikudag. Janssen er í eigu bandaríska fyrirtækisins Johnson & Johnson.
Fyrstu skammtar af bóluefni Jannsen verða afhentir hér á landi á miðvikudag. Janssen er í eigu bandaríska fyrirtækisins Johnson & Johnson. Artur Widak/NurPhoto via Getty

Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu.

Í samtali við fréttastofu segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica sem sér um dreifingu bóluefna hérlendis, að sendingin sé í samræmi við áætlanir. Þá séu 2.400 skammtar til viðbótar við þá 2.400 sem afhenda á í þessari viku, væntanlegir 26. apríl næstkomandi.

Aðeins þarf einn skammt af bóluefni Janssen til að veita vörn gegn Covid-19 sem er ólíkt því sem á við um önnur bóluefni.

Júlía Rós Atladóttir er framkvæmdastjóri Distica.Veritas

Þá er von á níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer, sem duga fyrir 4.500 manns, á morgun. Til viðbótar er von á ótilgreindum fjölda skammta af bóluefni AstraZeneca, en Júlía Rós segir að skammtafjöldi í hverri sendingu frá fyrirtækinu hafi verið í kring um 2.400.

Samkvæmt bólusetningarvef Almannavarna og Landlæknis, sem síðast var uppfærður á föstudag, hafa 58.567 einstaklingar fengið minnst einn skammt af bóluefni við Covid-19. Þá hafa 27.801 verið fullbólusettir en bólusetning er hafin hjá 30.766 manns.

Hér að neðan gefur svo að líta sérstakt bólusetningardagatal stjórnvalda.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.