Þéttsetinn djammbekkur í kjölfar afléttinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 07:11 Það var þétt setið víða í Lundúnum í gær. epa/Facundo Arrizabalaga Það var mikið um fögnuð og glaum á Englandi í gær þegar veitingastöðum og öldurhúsum var aftur heimilt að taka á móti kúnnum og bera í þá mat og drykk utandyra. Þrátt fyrir napurt veður var þétt setið og ljóst af myndum að fjarlægðartakmörk voru víða virt að vettugi þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga. Í Lundúnum var götum sums staðar lokað, til að auka pláss fyrir borð og stóla. Verslanir og líkamsræktarstöðvar opnuðu einnig á Englandi í gær en á Norður-Írlandi var tilskipun um að „halda sig heima“ afnumin og þá voru einhverjar afléttingar á Skotlandi og í Wales. Lögregla fylgdist með en var ekki að framfylgja fjarlægðartakmörkunum.epa/Facundo Arrizabalaga „Það er fullt alls staðar, þetta er eins og fögnuður,“ sagði einn gestur í samtali við BBC. „Í alvöru, þetta er svo góð tilfinning, manni líður eins og maður sé laus úr fangelsi. Við erum að halda upp á afmæli og þetta er besta gjöfin,“ sagði annar. Einn íbúi í Soho sagði það ótrúlega tilfinningu að sjá fólk aftur á götunum að skemmta sér. „Ég hef saknað þess svo mikið,“ sagði hún. Lögregla fylgdist víða með en var ekki að framfylgja sóttvarnareglum, þrátt fyrir að þær væru víða brotnar. Borgaryfirvöld í Westminster sögðust vita til þess að sums staðar hefðu of margir komið saman en að þau hefðu átt gott samstarf við rekstraraðila. Sérfræðingar eiga eflaust eftir að fylgjast vel með þróun mála í kjölfar afléttinga.epa/Facundo Arrizabalaga Sumir viðmælendur BBC sögðust upplifa ákveðinn kvíða yfir því að fjölmenna í fyrsta sinn í marga mánuði. „En um leið og þú sest niður til að fá þér bjór þá er það bara frábært,“ sagði einn. „Þetta er yfirþyrmandi en á góðan máta,“ bætti félagi hans við. Margir sögðust fagna því að fólk gæti nú komið saman aftur og sögðust ekki hafa áhyggjur af fjöldanum. Sumir sögðust hafa verið bólusettir en aðrir að þeir hefðu farið í skimun áður en þeir fóru út á lífið. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherrann Boris Johnson hvatt fólk til að sýna áfram ábyrgðafulla hegðun og veirusérfræðingurinn Lawrence Young varaði við því að niðursveiflan í faraldrinum væri ekki bara tilkomin vegna bólusetninga heldur einnig vegna sóttvarnaaðgerða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Sjá meira
Þrátt fyrir napurt veður var þétt setið og ljóst af myndum að fjarlægðartakmörk voru víða virt að vettugi þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga. Í Lundúnum var götum sums staðar lokað, til að auka pláss fyrir borð og stóla. Verslanir og líkamsræktarstöðvar opnuðu einnig á Englandi í gær en á Norður-Írlandi var tilskipun um að „halda sig heima“ afnumin og þá voru einhverjar afléttingar á Skotlandi og í Wales. Lögregla fylgdist með en var ekki að framfylgja fjarlægðartakmörkunum.epa/Facundo Arrizabalaga „Það er fullt alls staðar, þetta er eins og fögnuður,“ sagði einn gestur í samtali við BBC. „Í alvöru, þetta er svo góð tilfinning, manni líður eins og maður sé laus úr fangelsi. Við erum að halda upp á afmæli og þetta er besta gjöfin,“ sagði annar. Einn íbúi í Soho sagði það ótrúlega tilfinningu að sjá fólk aftur á götunum að skemmta sér. „Ég hef saknað þess svo mikið,“ sagði hún. Lögregla fylgdist víða með en var ekki að framfylgja sóttvarnareglum, þrátt fyrir að þær væru víða brotnar. Borgaryfirvöld í Westminster sögðust vita til þess að sums staðar hefðu of margir komið saman en að þau hefðu átt gott samstarf við rekstraraðila. Sérfræðingar eiga eflaust eftir að fylgjast vel með þróun mála í kjölfar afléttinga.epa/Facundo Arrizabalaga Sumir viðmælendur BBC sögðust upplifa ákveðinn kvíða yfir því að fjölmenna í fyrsta sinn í marga mánuði. „En um leið og þú sest niður til að fá þér bjór þá er það bara frábært,“ sagði einn. „Þetta er yfirþyrmandi en á góðan máta,“ bætti félagi hans við. Margir sögðust fagna því að fólk gæti nú komið saman aftur og sögðust ekki hafa áhyggjur af fjöldanum. Sumir sögðust hafa verið bólusettir en aðrir að þeir hefðu farið í skimun áður en þeir fóru út á lífið. Fyrr um daginn hafði forsætisráðherrann Boris Johnson hvatt fólk til að sýna áfram ábyrgðafulla hegðun og veirusérfræðingurinn Lawrence Young varaði við því að niðursveiflan í faraldrinum væri ekki bara tilkomin vegna bólusetninga heldur einnig vegna sóttvarnaaðgerða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Sjá meira