Dæmdur fyrir líkamsárás í kjölfar umferðarofsa á Miklubraut Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 18:36 Umferðarofsi þar sem ökumenn gáfu hvor öðrum niðrandi fingurmerki var kveikjan að málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir minniháttar líkamsárás sem átti sér stað eftir umferðarofsa á Miklubraut í október árið 2018. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru tíunduð málsatvik. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna yfirstaðinna slagsmála við verslun í Ármúla. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt brotaþola. Föt hans hafi verið blaut og sár hafi mátt sjá á höndum hans, auk þess sem hann var í miklu uppnámi. Hann greindi lögreglu frá því að stuttu áður hafi hann verið að keyra vestur Miklubraut við Ártúnsbrekku þegar sendibíll ók mjög nálægt bifreið hans. Hann hafi þá skipt um akrein og sendibíllinn tekið fram úr honum. Því næst hafi viðkomandi „sýnt ökumanni sendibifreiðarinnar niðrandi fingurmerki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik,“ eins og það er orðað í dómnum. Þegar á bílastæðið í Ármúla hafi verið komið hafi bílstjóri sendibílsins stigið út úr bílnum og gengið að brotaþola. Til snarpra orðaskipta hafi komið. Því næst var sendibílstjórinn sagður hafa tekið brotaþola kverkataki og slegið hann tvisvar í andlitið, á meðan hann hafi reynt að verjast. „Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bifreiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendibifreiðarstjórinn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim afleiðingum að hann skall á framenda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendibifreiðarstjórinn hefði síðan ekið á brott,“ segir í dóminum. Vitni sáu ekki allt skýrt Fyrir dómi þótti sannað að sendibílstjórinn, sem ákærður var bæði fyrir höggin og að hafa tekið brotaþola kverkataki, hefði gerst sekur um minni háttar líkamsárás með því að slá þann síðarnefnda tvisvar í andlitið og taka hann kverkataki. Framburður tveggja vitna var talinn styðja við það en bílstjórinn neitaði sök. Hins vegar þótti ekki sannað að bílstjórinn hefði ekið bíl sínum á brotaþola. Vitni höfðu séð hann aka sendibílnum greitt af stað og þegar sá síðarnefndi stökk til hliðar frá bifreiðinni og hafnaði á götunni. Hvorugt vitnanna var hins vegar talið hafa séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bílinn, hvar brotaþoli var staðsettur þegar henni var ekið af stað eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann endaði á götunni. Ákærði var því dæmdur til skilorðsbundinnar 30 daga fangelsisvistar og greiðslu 200.000 króna til brotaþola, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða 300.000 króna málskostnað brotaþola auk hluta eigin sakarkostnaðar, sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur eru tíunduð málsatvik. Þar kemur fram að lögregla hafi verið kölluð til vegna yfirstaðinna slagsmála við verslun í Ármúla. Lögreglumenn hafi komið á staðinn og hitt brotaþola. Föt hans hafi verið blaut og sár hafi mátt sjá á höndum hans, auk þess sem hann var í miklu uppnámi. Hann greindi lögreglu frá því að stuttu áður hafi hann verið að keyra vestur Miklubraut við Ártúnsbrekku þegar sendibíll ók mjög nálægt bifreið hans. Hann hafi þá skipt um akrein og sendibíllinn tekið fram úr honum. Því næst hafi viðkomandi „sýnt ökumanni sendibifreiðarinnar niðrandi fingurmerki og því verið svarað með sama hætti. Þetta hefði leitt til þess að brotaþoli ákvað að elta ökumann sendibifreiðarinnar með það í huga að ræða við hann um fyrrgreind atvik,“ eins og það er orðað í dómnum. Þegar á bílastæðið í Ármúla hafi verið komið hafi bílstjóri sendibílsins stigið út úr bílnum og gengið að brotaþola. Til snarpra orðaskipta hafi komið. Því næst var sendibílstjórinn sagður hafa tekið brotaþola kverkataki og slegið hann tvisvar í andlitið, á meðan hann hafi reynt að verjast. „Að þessu loknu hefði sendibifreiðarstjórinn gengið á brott og farið að ferma sendibifreiðina en brotaþoli hringt eftir aðstoð lögreglu. Brotaþoli hefði nokkru síðar tekið sér stöðu fyrir framan bifreiðina til að hindra að henni væri ekið á brott áður en lögreglan kæmi á staðinn. Sendibifreiðarstjórinn hefði virt brotaþola að vettugi og ekið á hann með þeim afleiðingum að hann skall á framenda bifreiðarinnar og hafnaði á malbikinu. Sendibifreiðarstjórinn hefði síðan ekið á brott,“ segir í dóminum. Vitni sáu ekki allt skýrt Fyrir dómi þótti sannað að sendibílstjórinn, sem ákærður var bæði fyrir höggin og að hafa tekið brotaþola kverkataki, hefði gerst sekur um minni háttar líkamsárás með því að slá þann síðarnefnda tvisvar í andlitið og taka hann kverkataki. Framburður tveggja vitna var talinn styðja við það en bílstjórinn neitaði sök. Hins vegar þótti ekki sannað að bílstjórinn hefði ekið bíl sínum á brotaþola. Vitni höfðu séð hann aka sendibílnum greitt af stað og þegar sá síðarnefndi stökk til hliðar frá bifreiðinni og hafnaði á götunni. Hvorugt vitnanna var hins vegar talið hafa séð með skýrum hætti hvað gerðist fyrir framan bílinn, hvar brotaþoli var staðsettur þegar henni var ekið af stað eða hvernig það atvikaðist að öðru leyti að hann endaði á götunni. Ákærði var því dæmdur til skilorðsbundinnar 30 daga fangelsisvistar og greiðslu 200.000 króna til brotaþola, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða 300.000 króna málskostnað brotaþola auk hluta eigin sakarkostnaðar, sem að öðru leyti greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira