Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Lagðar eru til tilslakanir á samkomubanni í minnisblaði sem sóttvarnalæknir skilað heilbrigðisráðherra í dag. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum jafnframt hvað Katrín Jakobsdóttir sagði um afléttingu samkomutakmarkana á Alþingi í dag.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá eldstöðvunum á Fagradalsfjalli en til skoðunar er að hefja gjaldtöku á bílastæði við svæðið.

Við sýnum myndir frá Austurvelli þar sem flóttafólk safnaðist saman í dag til að mótmæla brottvísun til Grikklands. Við segjum líka frá áhuga heimamanna á Norðfirði á að auka hlut sinn í Síldarvinnslunni á ný, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á markað.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.